Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 64
64
út úr heimajörðinni, fyrir mörgum árum. Þar, sem hann var byggður,
var gamalt eyðibýli, er sagt er að heitið hafi Hléskógar (120). — Landi
er að mestu óskift á þessum jörðum og hefi ég talið það í einu lagi.
Suður- og vestur-af Skógum er Miðdegishóll (121), allhár og viði
vaxinn. Norður-af honum, beint, er Nónholt (122); norður-af því er
Byrgismelur (123), og Miíholt (124) rétt neðan-við túngarðinn. —
Vestur-af þeim er Gildrumelur (125). Þar skammt frá er lítill mýrar-
blettur, sem heitir Kringla (126). Neðan-við svörðinn eru: Grafarholt
(127), Krókholt og Kjóaholt (128—129). — Nokkuð langt neðan-við
Skóga er langt holt, er liggur út og suður, og liggja göturnar eftir
því; það heitir Reiðholt (130) og er mýrarsund með fram því að
austan.
Út og niður af því holti er Skógafótur (131), viði vaxið land-
svæði milli Skógárinnar og Mýrarkvíslar. í því er holtstrýta, er nefn-
ist Fálkaþúfa (132). — Sunnan-við Reiðholtið er grasi vaxinn mór, er
Kolbeinsmór (133) heitir, og í honum er grasi vaxin hæð með tóttum,
er Kolbeinstœttur (134) heita. Ofan-við gamla braut, er liggur eftir
mónum, er Arnbjargarmór (135) og gróf, sem rennur mitt í gegnum
þessa móa (beint ofan frá Dýjakoti), heitir Dýjakotsgróf (186), og ræð-
ur hún víðast hvar merkjum milli þessara jarða og Heiðarbótar.
Út frá Skógabænum er all-stór mýri, er Gislamýri (137) heitir.
Ofanvert við hana eru pyttir margir og hættur fyrir fé; heitir það
svæði Lœkir (138). Utan- og ofan-við þá heita Krossholt (139), sjálf-
sagt vegna lögunarinnar. — Beint upp-af bænum er mýri, er nefnist
Flesja (140), og í gegnum hana (að ofan) rennur Gvendarlækur (141),
og Gvendarmör (142) er við hann. Sléttur bali ofan-við bæinn heitir
Stigar (143), og svæðið frá Flesjunni og upp að Stöplum heitir einu
nafni Mólendi (144).
Utan-við Dýjakot, skammt, er Dagmálahóll (145), og skammt frá
honum tveir hólar, er heita Brœður (146), og Skollaholt (147) er þar
skammt frá. — Yzti hluti Stöplanna heitir Stöplaendar (148), og þar
næst sunnan-við er Miðmorgunsklauf (149) inn í þá. Svo Litli- og
Stóri-Sveigur (150—51); þá Lœkjarklauf (152), Stekkjarklauf (153)
og Réttarklauf (154); þar er gömul fjárrétt, er Skógarétt (155) hét. Var
hún um langan tíma aðalréttin hér í sveitinni og gengin til hennar af-
réttin ofan-við. En réttarstæðið er vont (hallfleytt) og tróðst fé þar
stundum undir. Réttin var því færð (1921) og byggð á öðrum stað. —
Bœjarstöpull (156) er rétt sunnan-við réttina, og er rétt ofan-við
Dýjakot.
Uppi á Stöplunum sjálfum er hóll eða hæð, sem heitir Mókollur
(157); þar upp-frá er grasi vaxin lág, er nefnist Kúadalur (158).