Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 13
13 um nú hvað sagan segir: »FIosi reið fyrir ok stefndi upp til Rangár ok upp með henni. Þá sá hann mann ríða ofan öðru-megin árinnar. Hann kenndi, at þat var Ingjaldr frá Keldum. Flosi kallar á hann. Ingjaldr nam þá staðar ok sneri við fram at ánni«. — Staðhættir hér koma heim við söguna svo ágætlega, að ekki verður ákosið betur. Hér mátti Ingjaldur óhræddur ríða; enginn staður er svo vel til þess fallinn. Flosi hefir séð fyrri; hann stóð hærra. Hann hefir riðið austur; Ingjaldur vestur, og hefir má-ske verið kominn að eins fram hjá, þegar Flosi kenndi hann og kallaði á hann. Eftir sunnan- máli er það réttmæli, að Ingjaldur hafi snúið við fram að ánni, enda í fullu samræmi við orðalag Njálu áður þar sem sagt er, að Gunnar hleypti frá Knafahólum fram í nesið. Þá er að líta á hina leiðina, fyrir austan Vatnsdalsfjall, sem bent hefir verið á í Árb. Fornl.fél. Sú leiðin hygg ég að ekki komi til greina í sambandi við ferð Flosa frá brennunni. Leiðin fyrir austan fjallið er mun lengri, brattlendari og torsóttari yfirferðar. Þá hefði Flosi ekki heldur stefnt »upp til Rangár«, heldur upp til Þverár og Þrí- hyrningshálsa, um byggð í Hjótshlíð, yfir hálsinn og um vað það á Fiská, sem Brynj. Jónsson áleit hafa verið Holtsvað. Og þó að hann hefði farið þessa leið, var það engu að síður ánalegt, að hitta Ingjald á vegleysu nálægt Vígi. Þá kemur ekki til greina það erindi Ingjalds, sem getið var til áður. Þótt hann hefði ætlað yfir í »Holt« við Fiská eða austur í Hlíð til njósna, átti hann alls ekki að fara svo ofarlega, því að vöðin eru neðar og í beinni stefnu. Auk þess er bæði lengri og verri vegur austur í Hlíð en Suður í Hvolhrepp. Enn fremur mátti Ingjaldur búast við því á hinni eystri leið, austur í Hlíð, að ganga i greipar brennumönnum, hefðu þeir farið hina sömu leið og þeir komu. — Ferð Ingjalds með Rangá þar upp-frá verður þá að hafa verið kinda- eða hrossa-Ieit, að því er ætla má. Hefðu þeir Flosi farið þá leið, er einnig mjög vafasamt, að hann hefði séð Ingjald fyrir ofan Vígi. Til þess hefði Flosi hlotið að fara enn krók: Uppi á hábrúninni fyrir ofan öll Teitsvötn og niður brúnina við fossinn, á Reynifells-vað. Gamli vegurinn lá ekki þar, heldur sunnar, eftir lægð niður að Teitsvötnum og yfir um efstu læki þeirra. Og er jafnvel Tilgátur hef ég heyrt um, að þar kynni víg Hjartar að hafa orðið. Er að visu ekki ólíklegri krókur þangað úr leið þeirri sem þeir Gunnar voru á frá Knafahólum en hinni, sem þeir Flosi voru á. En jafn-fjarri sanni munu þessar tilgátur vera, enda benda engar götur á, að þar hafi nokkru sinni verið nein al- mannaleið um ána. — Vígi er þannig háttað, að það má teljast ókunnugt, — án sérstakra orsaka —, nema meðal manna frá næstu bæjum. Öðrum er það úr leið og ber Iitið á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.