Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 28
28 sauðland gott. Syðst er hár hraunrani, hryggur, kallaður Krappi; hann er syðstur allra Heklu-hrauna. Vestast er hann með breiðum pöllum niður til dalsins, allur grasi gróinn, broshýr og svipmikill. Þegar Fiská sleppti gljúfrinu, beygði hún í Rangá við Krappasporðinn. Þar er Tungu- vað, lengi notað, en eigi að því eins gott yfirferðar, djúpt og grjótugt. Með aldrinum, er sem Fiská lærist að mylja frá sér vestur á bóginn, og æ því betur, sem lengra og meira var fyrir, og er það æði stórt, sem hún hefir eytt af Norðurnesinu, óefað oft í samvinnu við Rangá. Sá leikur vatnanna er sem vígaköppum þjóðanna, að sækja mest að þar sem mestu er fyrir að fara. Það er gömul trú, að Fiská hafi áður fyr legið svo hátt cg runnið fyrir neðan Vallarhverfi, suður Hvols- völl, og hann þvert vestur út í Rangá; þar er vatnsfarvegur feikna- djúpur á sumum stöðum, en ég meina það löngu fyrir landnám. Norðanmegin Rangár er Tungunes, láglent og í blettum hrisi gróið; mikið af þvi nesi er nýgræðingslegt, og því munu skógleifar, að áin hefir á sínum tíma runnið á það og borið með sér frjóefnin. Norðan með því rennur Stokkalækur, Stórilækur, Stotalækur; hann hefir tiltölulega lítið breytt sér, og er nú gróið að honum á báða vegu. Upptök hans eru ofan í lágu hrauni norðan-undir Kirkjuhól; — þar var Keldnakot, vestur af Keldum; — það er sivalur ölduhryggur austur og vestur, hvelfdur fyrir enda, og breið vallendistorfa yfir um hann miðjan, prúður og vinsæll. Samkvæmt Landnámu, bls. 206, útgefinni 1909, þar sem Kolur Óttarsson í Sandgili, faðir Egils, nam land fyrir austan Reyðarvatn og Stotalæk, fyrir vestan Rangá og Tröllaskóg, þá virðist prentvilla í Njálu, bls. 133. Þar stendur: »er land nam meðal Stóralækjar og Reyðar- vatns«. Sandgil stóð austanmegin við ána eða lækinn, en túnið beggja vegna. Eigi er líklegt, að það sé Stórilækur; þó kynni ég betur við það eftir Njálu, og nafnið væri frá Stóra-Skarði. Skarðhólmar tveir eru austarlega í Eldiviðarhrauni, sléttir dalir, girtir hrauni, og töldu margir bæinn all-langt þar innar, undir svo-nefndu Gráhrauni, sem runnið hefir eftir landnám, og vatnsból bæjarins hafi verið eitt af upptökum árinnar, sem ég kalla Sandgilsá, runnið fyrir austan Eldiviðarhraun, niður hjá Melakoti, og kom þá annar lækur austan fram með Hekluhraun- um, jafnvel þó mest vetrarrennsli, og hinn þriðji kom þá sunnan með Skotavelli, undan túninu í Tröllaskógi, og voru komnir saman skammt sunnar en Melakot; um aðra læki er ekki að ræða sem Stóralæk, og mun þetta sem annað rétt í Njálu, en tekið full víðtækt í Landnámu. Sennilegt þætti mér að botn Stota- eða Stokka-lækjar, sem ég hvarf frá, hafi verið lítinn spöl vestar, undir klettatöngum efra hrauns- ins, austan við norðaustustu, áföstu, ölduna af Stokkalækjarhólum, og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.