Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 54
Bærinn Hafratindar. í fertugasta og níunda kafla Laxdælu, þar sem fyrst er minnst á Hafratinda, er tekið þannig til orða: »Þorkell hét maðr, er bjó at Hafratindum í Svinadal. Þar er nú auðn. Hann hafði farit til hrossa sinna um daginn ok smalasveinn hans með honum. Þeir sá hvára- tveggju, Laugamenn í fyrirsátinni ok þá Kjartan, er þeir riðu eptir dalnum þrír saman. Þá mælti smalasveinn, at þeir mundu snúa ti1 móts við þá Kjartan — — —«. Vafi hefir jafnan leikið á því, hvar bærinn Hafratindar hafi staðið í Svínadal, en mér vitanlega hafa allir til þessa talið víst, að hann hafi staðið einhvers staðar í dalnum frá Mjósundum suður tíl Hafragils. Um bæjarstæði þetta hafa þeir skrifað Þorleifur prófastur Jónsson í Hvammi, í Safni til sögu íslands, 2. bindi bls. 564, og Sigurður Vigfússon fornfræðingur, í Árb. Fornl.fél. 1882, bls. 69, og einnig athugasemd við umsögn séra Þorleifs, prentaða neð- anmáls við ritgerð prófastsins »Örnefni í Breiðafjarðardölum« í Safni til sögu íslands, 2. bindi, bls. 564. Séra Þorleifur segir: »Þótt bólstaður þessi sé frá fornöld kominn í auðn, má enn sjá urmul eftir hann norðan- megin í Svínadalshlíðinni, upp og heim frá Norðurhólum, er í Lax dælu kallast Norðursel«. Sigurður segir í athugasemd sinni, að bær- inn hafi ekki geta staðið þar, en »það er auðvitað, að Hafratindar hafa verið nálægt Hafragili«, en getur þó ekki bent á neinn ákveðinn stað þar sem bæjarstæði. Hinu sama heldur Sigurður fram í Árbókinni; bærinn og gilið hljóti að hafa verið nálægt hvort öðru, auðvitað dragi hvorttveggja nafn af hinu sama. Ekki bendir hann þar heldur ákveðið á bæjarstæðið, en talar um klettahnúk eða standa í fjallsbrún- inni fyrir framan (norðaustan) Hafragil. En þar eru engir tindar og varla klettar, fyr en Svarthamar, sem er norðaustan við Norðurhóla, og hefi ég heyrt menn gizka á að bærinn hafi staðið þar upp-undir, en það nær engri átt. Þótt dalurinn hafi áður verið grösugri en nú, eru þar þeir annmarkar, t. d. vatnsleysi og snjóþyngsli, að aldrei hefir þar verið byggður bær. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns getur þess, að (1703) séu það munnmæli, að í fyrndinni hafi verið kot í Svínadal í Sæl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.