Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 91
91
er að þau hafi heyjað um 30 hesta. — Sunnan-við Tjaldvatn er Há-
degisalda og Miðmorgunsalda er þar nokkuru austar og fjær. Báðar
munu þær hafa fengið nafn af eyktamörkum frá Tjarnarkoti og eftir
búmannsklukku farið. Norðan-við Miðmorgunsöldu er Litla-Fossvatn;
úr því fellur Fossvatnskvísl í Vatnakvísl; rétt innan-við það er
Stóra-Fossvatn. Hár foss er í Fossvatnskvísl, þar sem hún fellur úr
vatninu og hafa vötn þessi að sjálfsögðu fengið nafn af honum.
Fossavatnahraun liggur í öldukrika norður-af Stóra-Fossvatni. Stór
hóll í því nálægt miðju heitir Bólið eða Bólhóll, — þar er skúti,
»ból«, sem kindur hafa legið við yfir veturinn. Fremsti hóllinn í
hrauninu heitir Hrófið; þar geyma vatnakarlar bátinn af vatninu á
milli ferða. Innarlega í hrauninu er svo-nefnd Gjá, — löng lág með
skörpum börmum —, þaðan er fárra mínútna gangur að Litlasjó til
austurs, — að eins mjór ölduhryggur á milli —; við vesturenda Litla-
sjós er Litlasjósver; — annað graslendi ekki með honum. Suður-af
Fossvötnum er Grœnavatn; úr því fellur kvísl í Ónýtavatn; með
fram henni er töluvert graslendi með pollum og rásum og sæmileg-
um hestahögum; það er nefnt Kvíslar. Skálafell er sunnan-við kvísl
þessa, framarlega. — Fyrir sunnan Tjaldvatn og vestan Hádegisöldu
er Skálavatn. Hár hraunhóll gengur út í vatnið að norðan, sem heitir
Amarsetur; — þar verpti örn framyfir síðustu aldamót; vatnskrikinn
austan-við »Setrið« heitir Kviar, en Hrófhólar hólarnir fyrir vestan
það. í þeim er Skálavatnsbátur geymdur. Vestarlega með Skálavatni
að sunnan heitir Skálanef; þar sér enn fyrir tótt, og líklegt að þar
hafi verið veiðimannakofi til forna og nefndur Skáli, og svo vatnið
eftir honum. Fyrir vestan Tjaldvatn er Langavatn; við austurbotn
þess og með fram Tjaldvatnskvíslinni er nefnt Slýdráttur. í honum
sunnan-við kvíslina er dálítill steinn, sem líkist mjög húsi að lögun;
ég hefi nefnt stein þennan Dvergastein. — Úr Langavatni rennur
Langavatnskvísl í Eskivatn og úr því Eskivatnskvísl í Kvislarvatn,
en kvísin úr því er nefnd áður. Nokkuð suður-af Kvíslarvatni er
Breiðavatn, sem er í raun og veru tvö vötn, með Breiðavatnskvisl á
milli, en vestara vatnið hefir fyllst mjög af sandi á síðari árum.
Á milli Breiðavatns og Vatnakvislar er stór grasspilda, sem heitir
Breiðaver. Pyttar heitir einu nafni svæðið á milli Skálavatns og
Breiðavatns og vestur-undir Langavatn og Eskivatn. Það er öldótt,
með hraunbreiðum á milli með eldborgum, uppsprettum og smá-
lækjum, vatnspollum og hvannstóði. — Nýjavatn er skammt fyrir
sunnan Breiðavatn; úr því fellur Nýjavatnskvísl í Vatnakvísl. Snjó-
ölduvatn er nokkuð þar fyrir sunnan, norður-undir hárri öldu, sem heitir
Snjóalda; stafar nafnið sennilega af því, að tæplega mun leysa allan