Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 91
91 er að þau hafi heyjað um 30 hesta. — Sunnan-við Tjaldvatn er Há- degisalda og Miðmorgunsalda er þar nokkuru austar og fjær. Báðar munu þær hafa fengið nafn af eyktamörkum frá Tjarnarkoti og eftir búmannsklukku farið. Norðan-við Miðmorgunsöldu er Litla-Fossvatn; úr því fellur Fossvatnskvísl í Vatnakvísl; rétt innan-við það er Stóra-Fossvatn. Hár foss er í Fossvatnskvísl, þar sem hún fellur úr vatninu og hafa vötn þessi að sjálfsögðu fengið nafn af honum. Fossavatnahraun liggur í öldukrika norður-af Stóra-Fossvatni. Stór hóll í því nálægt miðju heitir Bólið eða Bólhóll, — þar er skúti, »ból«, sem kindur hafa legið við yfir veturinn. Fremsti hóllinn í hrauninu heitir Hrófið; þar geyma vatnakarlar bátinn af vatninu á milli ferða. Innarlega í hrauninu er svo-nefnd Gjá, — löng lág með skörpum börmum —, þaðan er fárra mínútna gangur að Litlasjó til austurs, — að eins mjór ölduhryggur á milli —; við vesturenda Litla- sjós er Litlasjósver; — annað graslendi ekki með honum. Suður-af Fossvötnum er Grœnavatn; úr því fellur kvísl í Ónýtavatn; með fram henni er töluvert graslendi með pollum og rásum og sæmileg- um hestahögum; það er nefnt Kvíslar. Skálafell er sunnan-við kvísl þessa, framarlega. — Fyrir sunnan Tjaldvatn og vestan Hádegisöldu er Skálavatn. Hár hraunhóll gengur út í vatnið að norðan, sem heitir Amarsetur; — þar verpti örn framyfir síðustu aldamót; vatnskrikinn austan-við »Setrið« heitir Kviar, en Hrófhólar hólarnir fyrir vestan það. í þeim er Skálavatnsbátur geymdur. Vestarlega með Skálavatni að sunnan heitir Skálanef; þar sér enn fyrir tótt, og líklegt að þar hafi verið veiðimannakofi til forna og nefndur Skáli, og svo vatnið eftir honum. Fyrir vestan Tjaldvatn er Langavatn; við austurbotn þess og með fram Tjaldvatnskvíslinni er nefnt Slýdráttur. í honum sunnan-við kvíslina er dálítill steinn, sem líkist mjög húsi að lögun; ég hefi nefnt stein þennan Dvergastein. — Úr Langavatni rennur Langavatnskvísl í Eskivatn og úr því Eskivatnskvísl í Kvislarvatn, en kvísin úr því er nefnd áður. Nokkuð suður-af Kvíslarvatni er Breiðavatn, sem er í raun og veru tvö vötn, með Breiðavatnskvisl á milli, en vestara vatnið hefir fyllst mjög af sandi á síðari árum. Á milli Breiðavatns og Vatnakvislar er stór grasspilda, sem heitir Breiðaver. Pyttar heitir einu nafni svæðið á milli Skálavatns og Breiðavatns og vestur-undir Langavatn og Eskivatn. Það er öldótt, með hraunbreiðum á milli með eldborgum, uppsprettum og smá- lækjum, vatnspollum og hvannstóði. — Nýjavatn er skammt fyrir sunnan Breiðavatn; úr því fellur Nýjavatnskvísl í Vatnakvísl. Snjó- ölduvatn er nokkuð þar fyrir sunnan, norður-undir hárri öldu, sem heitir Snjóalda; stafar nafnið sennilega af því, að tæplega mun leysa allan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.