Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 55
55 ingdalstungulandi, sem hét Hafratindar, en enginn viti hvar það hafi verið og engin sjáist merki þess, tóttir eða garðlag. Er þetta sennilega heimild Johnsens, þar sem hann í jarðabók sinni, bls. 167, telur Hafra- tinda eyðihjáleigu frá Sælingsdalstungu. Samkvæmt þessu hefði bærinn staðið í Svínadal sunnan Mjósunda, því þangað nær Tunguland. Kr. Kaalund þykir líklegast, að Hafratindar hafi verið á svæðinu frá Hafragili til Norðurhóla (Historisk-topografisk Beskrivelse, Kmh. 1877, 1. bindi, bls. 477—478). Svínadalur er langur dalur, er gengur gegnum fjöllin millum Dala að sunnan og Saurbæjar að norðan (vestan). Er Sælingsdalstunga við mynni hans að sunnan, en Bessatunga að vestan. Þjóðvegurinn milli Dala og Saurbæjar líggur eftir Svínadal endilöngum. Er dalurinn að sunnan þröngur víðast hvar og frekar lítið slægjuland. Þar sem vötn deila í Mjósundum eða Mjósyndum er hann aðeins skarð, rúmlega götubreidd. Víkkar hann þegar fyrir vestan Mjósund, verður miklu víðari og meira undirlendi en sunnan Mjósunda. Skammt fyrir vestan Mjósundin var byggð fyrir skömmu þar sem Hvolssel fremra heitir. Átti Hvolskirkja dalinn vestan Sunda. Er það skoðun mín að bærinn Hafratindar hafi staðið þar sem Hvolsel hið fremra er, en ekki sunnan Mjósunda, og skal nú skýra frá þeim líkum, sem ég tel máli mínu til styrktar. Laxdæla segir að bærinn Hafratindar hafi staðið í Svínadal, en sé í eyði þegar sagan er skrifuð (um 1200). Hafratindar hafa senni- lega verið smábýli og engin von til þess, að mikið beri á mann- virkjum þar. Þó væri líklegt að urmull sæjist eftir bæjarrústirnar og jafnvel garðlög, ef óhaggað væri af mannahöndum eða skriðuhlaupi, en skriðuhlaup eru þarna lítil og varla hefir skriða hulið bæjarstæðið. Ég veit ekki til að nokkur merki rústa sjáist á dalnum, — slíkar, að um bæjarrúsir geti verið að ræða, — frá því langt fyrir sunnan Hafra- gil og vestur fyrir Mjósund, nema við Norðurhóla, en þar hafa ein- mitt Norðursel staðið, þau sem Laxdæla getur um. (»Ok þá er þeir kómu suðr um sel þau er Norðursel heita,-------«. Laxd., Kmh. 1889—91, bls. 187). Eru hólar þessir drjúgan spöl fyrir sunnan Mjósund og þeg- ar komið er syðst í þá, þar sem selin hafa staðið, sézt suður eftir dalnum, allt að Hafragili. Það er einmitt mjög sennilegt, að þeir Þor- kell hvelpur, sem fylgdu Kjartani, hafi helzt búist við fyrirsátri í hól- um þessum og ekki viljað hverfa til baka fyr en þeir voru þrotnir. Má telja það fullvíst, að þar hafi Norðursel staðið, sem rústirnar sjást rétt við veginn syðst í hólunum. En hví voru sel þessi kölluð Norður- sel? Sennilega af því að önnur sel hafa verið sunnar í Svínadal. Er það og víst, að fyrrum hafa verið sel á dalnum nokkuð fyrir sunnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.