Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 55
55 ingdalstungulandi, sem hét Hafratindar, en enginn viti hvar það hafi verið og engin sjáist merki þess, tóttir eða garðlag. Er þetta sennilega heimild Johnsens, þar sem hann í jarðabók sinni, bls. 167, telur Hafra- tinda eyðihjáleigu frá Sælingsdalstungu. Samkvæmt þessu hefði bærinn staðið í Svínadal sunnan Mjósunda, því þangað nær Tunguland. Kr. Kaalund þykir líklegast, að Hafratindar hafi verið á svæðinu frá Hafragili til Norðurhóla (Historisk-topografisk Beskrivelse, Kmh. 1877, 1. bindi, bls. 477—478). Svínadalur er langur dalur, er gengur gegnum fjöllin millum Dala að sunnan og Saurbæjar að norðan (vestan). Er Sælingsdalstunga við mynni hans að sunnan, en Bessatunga að vestan. Þjóðvegurinn milli Dala og Saurbæjar líggur eftir Svínadal endilöngum. Er dalurinn að sunnan þröngur víðast hvar og frekar lítið slægjuland. Þar sem vötn deila í Mjósundum eða Mjósyndum er hann aðeins skarð, rúmlega götubreidd. Víkkar hann þegar fyrir vestan Mjósund, verður miklu víðari og meira undirlendi en sunnan Mjósunda. Skammt fyrir vestan Mjósundin var byggð fyrir skömmu þar sem Hvolssel fremra heitir. Átti Hvolskirkja dalinn vestan Sunda. Er það skoðun mín að bærinn Hafratindar hafi staðið þar sem Hvolsel hið fremra er, en ekki sunnan Mjósunda, og skal nú skýra frá þeim líkum, sem ég tel máli mínu til styrktar. Laxdæla segir að bærinn Hafratindar hafi staðið í Svínadal, en sé í eyði þegar sagan er skrifuð (um 1200). Hafratindar hafa senni- lega verið smábýli og engin von til þess, að mikið beri á mann- virkjum þar. Þó væri líklegt að urmull sæjist eftir bæjarrústirnar og jafnvel garðlög, ef óhaggað væri af mannahöndum eða skriðuhlaupi, en skriðuhlaup eru þarna lítil og varla hefir skriða hulið bæjarstæðið. Ég veit ekki til að nokkur merki rústa sjáist á dalnum, — slíkar, að um bæjarrúsir geti verið að ræða, — frá því langt fyrir sunnan Hafra- gil og vestur fyrir Mjósund, nema við Norðurhóla, en þar hafa ein- mitt Norðursel staðið, þau sem Laxdæla getur um. (»Ok þá er þeir kómu suðr um sel þau er Norðursel heita,-------«. Laxd., Kmh. 1889—91, bls. 187). Eru hólar þessir drjúgan spöl fyrir sunnan Mjósund og þeg- ar komið er syðst í þá, þar sem selin hafa staðið, sézt suður eftir dalnum, allt að Hafragili. Það er einmitt mjög sennilegt, að þeir Þor- kell hvelpur, sem fylgdu Kjartani, hafi helzt búist við fyrirsátri í hól- um þessum og ekki viljað hverfa til baka fyr en þeir voru þrotnir. Má telja það fullvíst, að þar hafi Norðursel staðið, sem rústirnar sjást rétt við veginn syðst í hólunum. En hví voru sel þessi kölluð Norður- sel? Sennilega af því að önnur sel hafa verið sunnar í Svínadal. Er það og víst, að fyrrum hafa verið sel á dalnum nokkuð fyrir sunnan

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.