Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 44
44
iðulega voru háð við skálann, þykir mér líkara, að þeir hafi tjaldað
á þeim bökkum. Nesið er fremur lágt, flatlent og stórt um sig; á
síðari tímum hefir það þornað af áfoki og orðið meira vallendi;
vestarlega í því heitir Drekkingarpyttur, heiðgulur og djúpur; hefir
þó óefað mikið borizt í hann ár hvert í ofviðrum; munnmæli, að þar
hafi verið drekkt óbótamönnum. Rangá kemur langar leiðir austan-að,
sunnanundir háu hrauni, og skiftast á nes beggja vegna hennar;
undan vesturenda hraunsins snarbeygir hún til suðurs. Margar götur
liggja yfir nesið að henni báðum megin við bugðuna. Hún er þarna
á löngum kafla á sandgrunni straumlítil. Fyrir sunnan nesið liggur
Víkingslækur, nú kallað Bitholtslækur, og fellur í ána nærri syðstu
vöðunum. Lækurinn hafði komið undan túninu á Víkingslæk og misst
fyrstu upptök sín við eyðing jarðarinnar, og aðskildi áin lönd þessara
nýnefndu höfuðbólsjarða.
Austan-við nesið er holt allmikið, skálamyndað, veitir til landsuð-
urs, og var stórt blágrýti upp úr endilöngum mæni þess; sumt af
þvi hafði verið molað niður til bæjarbyggingar á síðustu öld og ann-
að var notað sem túnvörn og hlaðið í skörðin. Nú er suðurendi skál-
ans allur blásinn og úttættur, grjóturð og gilskorningur kominn í stað-
inn, og síðan eitt príðar-jarðfall niður úr miðju túni, en allur suður-
hluti þess eyddur áður af sandi og árennsii.
Vestanundir klettunum var líðandi brekka og stendur bærinn í
henni, með nafni Þingskálar, byggður að sögn í byrjun 19. aldar; en
niður með brekkunni að norðanverðu voru margar búðatóttir, sem
þingmenn áttu og tjölduðu um þingsetuna, sem kallað var Þingskála-
þing; nú kvað jarðfallið bjóða einni þeirra barm glötunarinnar; en út
frá jarðfallinu til suðurs var önnur brekka á móti, svo að þarna inni við
skálaendann var sem broshýr dalbotn, og kom þar upp örlítill lækur,.
sem rann í dalnum, en eyddist niður á jafnlendinu; nú er hann sokk-
inn dýpst niður í gilgrófina.
Á hlaðinu er stór og einkennilegur klettur, með lítilli dæld ofan
i endann, sagður tæplega manntækur efldum karlmanni, og þá nærri
500 pd., úr annari hrauntegund en þar er til, likastur að vera úr
Bjólfelli; hann er kallaður Höggsteinn. Þaðan spöl austar til há-áttar
er þröngt gil og djúpt, hömrum sett á báðar hliðar, sem heitir Af-
tökugil; munnmæli, að þar hafi gálgi verið festur milli hamra.
Örstutt norður af Þingskálum er holt eitt lítið; á því var byggð-
ur bær á 18. öld, sem heitir Kaldbakur. Þar bjó fyrstur Loftur, einn
sona Bjarna á Víkingslæk, sem er orðinn ættfaðir margra, og voru
þessir bæir byggðir af eyðingu jarðarinnar heima fyrir.
Norðanmegin við ána, hátt uppi í hraunbrúninni, er Hrólfsstaða-