Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 56
56
Hafragil, rétt við mynnið á Seljadal, smádal er gengur vestur úr
Svínadai. Þykir mér sennilegt, að þau hafi staðið þar þegar á sögu-
öldinni, þó að ekki sé hægt að færa sannanir fyrir því, og hafi þar
verið Suðurselin.
Þótt nú Svínadalur frá Hafragili til Mjósunda hefði allur legið
undir Hafratinda og hann þá verið grösugri en nú, var það mjög
lítil jörð og getur ekki átt sér stað, að selstaða hafi verið i miðju
landinu. Hefði hún áreiðanlega gjört jörðina óbyggilega. Munu flestir
sjá það, er Svínadal fara, að æði þrönglent yrði þar, ef tvenn sel
og býli væru á dalnum frá Seljadal til Mjósunda; þegar ’af þeirri
ástæðu er ótrúlegt, að bær Þorkels hafi staðið sunnan Mjósunda.
Svinadalur allur til Mjósunda hefir legið undir Sælingsdalstungu síð-
an snemma á öldum og til þessa dags. Er hann land þeirrar jarðar um
miðja 14. öld (sjá Fornbr.safnið, 3. b., bls. 728—729), og allar líkur til þess
að Þórir sælingur, sem sennilega er fyrsti bóndi í Sælingsdalstungu, hafi
með ráði Unnar djúpúðgu numið báða dalina, Sælingsdal og Svína-
dal, eins og vötn deildu, og átt Svínadal til Mjósunda, og selin í
dalnum verið frá Sælingsdalstungu. Varla hefði Þórarinn sonur hans
selt Ósvífi Sælingsdal niður að Stakkagili, ef hann hefði ekki átt eftir
nægilegt fjall-lendi, en það gat ekki annað verið en Svínadalur. Þor-
kell var þvi, hefði hann búið sunnan Mjósunda, leiguliði Þórarins í
Sælingsdalstungu, sem var í för með Kjartani. Nú voru leiglendingar á
söguöldinni mjög háðir landsdrottnum sínum og höfðu skyldur víð
þá. Er ósennilegt, að sagan, sem andar heldur köldu að Þorkeli, gæti
þess ekki, að hann hefði verið leigliði Þórarins, en samt ekki viljað
gjöra honum aðvart um fyrirsátina. Ekki er heldur annað líklegra en að
Þórarinn hefði rekið hann burt af landi sínu, áður en hann afhenti Bolla
jörðina Sælingsdalstungu, ef Þorkell hefði verið landseti hans. Því
að í raun og veru var athafnaleysi Þorkels fjörráð við Þórarinn.
Hefðu Hrafnatindar verið skammt frá Hafragili, norður í hlíðinni,
eins og flestir ætla, þá hefði sézt til flokkanna og bardagans þaðan
að heiman. Hvaða ástæða var þá til þess að tala um það, að þeir
Þorkell hefðu farið til hrossa sinna þá um daginn? Ég get enga
fundið. En það, að söguritaranum þykir ástæða til, að geta orsakar-
innar, að þeir eru þarna staddir, virðist mér einmitt benda á, að þeir
eru ekki rétt hjá garði sínum.
Hvergi sunnan Mjósunda eru tindar, drangar eða strýtur í daln-
um eða á brúnum hans. Hefðu Hafratindar (bærinn) verið þar, gat
hann ekki borið nafn með rentu. Við Hvolssel fremra eru margir
hólar háir mjög og upp úr þeim standa klettastrýtur eða tindar, og
í fjallinu þar við eru einnig hvassir snagar og tindar. Landslagið