Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 56
56 Hafragil, rétt við mynnið á Seljadal, smádal er gengur vestur úr Svínadai. Þykir mér sennilegt, að þau hafi staðið þar þegar á sögu- öldinni, þó að ekki sé hægt að færa sannanir fyrir því, og hafi þar verið Suðurselin. Þótt nú Svínadalur frá Hafragili til Mjósunda hefði allur legið undir Hafratinda og hann þá verið grösugri en nú, var það mjög lítil jörð og getur ekki átt sér stað, að selstaða hafi verið i miðju landinu. Hefði hún áreiðanlega gjört jörðina óbyggilega. Munu flestir sjá það, er Svínadal fara, að æði þrönglent yrði þar, ef tvenn sel og býli væru á dalnum frá Seljadal til Mjósunda; þegar ’af þeirri ástæðu er ótrúlegt, að bær Þorkels hafi staðið sunnan Mjósunda. Svinadalur allur til Mjósunda hefir legið undir Sælingsdalstungu síð- an snemma á öldum og til þessa dags. Er hann land þeirrar jarðar um miðja 14. öld (sjá Fornbr.safnið, 3. b., bls. 728—729), og allar líkur til þess að Þórir sælingur, sem sennilega er fyrsti bóndi í Sælingsdalstungu, hafi með ráði Unnar djúpúðgu numið báða dalina, Sælingsdal og Svína- dal, eins og vötn deildu, og átt Svínadal til Mjósunda, og selin í dalnum verið frá Sælingsdalstungu. Varla hefði Þórarinn sonur hans selt Ósvífi Sælingsdal niður að Stakkagili, ef hann hefði ekki átt eftir nægilegt fjall-lendi, en það gat ekki annað verið en Svínadalur. Þor- kell var þvi, hefði hann búið sunnan Mjósunda, leiguliði Þórarins í Sælingsdalstungu, sem var í för með Kjartani. Nú voru leiglendingar á söguöldinni mjög háðir landsdrottnum sínum og höfðu skyldur víð þá. Er ósennilegt, að sagan, sem andar heldur köldu að Þorkeli, gæti þess ekki, að hann hefði verið leigliði Þórarins, en samt ekki viljað gjöra honum aðvart um fyrirsátina. Ekki er heldur annað líklegra en að Þórarinn hefði rekið hann burt af landi sínu, áður en hann afhenti Bolla jörðina Sælingsdalstungu, ef Þorkell hefði verið landseti hans. Því að í raun og veru var athafnaleysi Þorkels fjörráð við Þórarinn. Hefðu Hrafnatindar verið skammt frá Hafragili, norður í hlíðinni, eins og flestir ætla, þá hefði sézt til flokkanna og bardagans þaðan að heiman. Hvaða ástæða var þá til þess að tala um það, að þeir Þorkell hefðu farið til hrossa sinna þá um daginn? Ég get enga fundið. En það, að söguritaranum þykir ástæða til, að geta orsakar- innar, að þeir eru þarna staddir, virðist mér einmitt benda á, að þeir eru ekki rétt hjá garði sínum. Hvergi sunnan Mjósunda eru tindar, drangar eða strýtur í daln- um eða á brúnum hans. Hefðu Hafratindar (bærinn) verið þar, gat hann ekki borið nafn með rentu. Við Hvolssel fremra eru margir hólar háir mjög og upp úr þeim standa klettastrýtur eða tindar, og í fjallinu þar við eru einnig hvassir snagar og tindar. Landslagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.