Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 74
74
vað (428) heitir vað á Kvíslinni, neðan við bæinn í Klambraseli, á
veginum, og Djúpavað (429) þar sunnan-við. Eftir það er hún djúp
og lygn suður að Langavatni. — Á þeim parti eru þessir hyljir: Torf-
hylur (430), Kopphylur (431), Snarhylur (432). Sunnan við bæinn eru
tvö lítil gil: Grasgil (433) og Rauðagil (434). Nokkru sunnar er Skriðu-
gil (435); það er stórt gil og hefir aðdraganda uppi í heiði. Hleypur
oft fram á vorin með feikna vexti og grjótkasti; er þá ófært þar fyrir
neðan. Skammt utan-við það er engjablettur í fjallinu, sem heilir
Gráblesi (436), og neðan við fjallsræturnar er engi, sem nefnt er Flötur
(437). — Út- og upp-af bænum er graslendi í fjallinu og dýjaveitur;
er þar nefndur Bœjargeiri (438) og Sperðill (439). Suður og uppi á
brúninni eru lágar og hvylftir, sem heita Botnar (440), og upp af
bænum er Sigurðarhœð (441), og Langimelur (442) þar út-frá.
Á túninu er töluvert af lækjum og stömpum; heitir þar Hubba-
stampur (443), Kiðustampur (444), Brúnshola (445), og Víti (446).
XII. Langavatn.
Þar eru fremur fá örnefni i heimalandinu. — í túninu sunnan-
og vestan-við bæinn, rétt á vatnsbakkanum, er hóll, sem heitir Hrak-
hóll (447) (eða öðru nafni Skiphóll, og er það fornara). Skammt utan
við bæinn í mýrinni eru kaldavermsla-uppsprettur og renna í Kvísl-
ina. Nefnast þær Kvígildisauga (448) og veiðist þar oft drjúgt af sil-
ungi. Út- og upp-af bænum er Bœjarásinn (449), og Hundaþúfuás
(450) þar austan-við. — Suður með vatninu all-langt eru beitarhús
og suður- og upp-af þeim eru grófa-grafningar, er kallast Jarðföll (451).
XIII. Örnefni i Geitafellslandí.
Norður af bænum er Geitafellsflói (452); nær hann austur að
ánni út-undir langavatnið og vestan að honum liggja brekkur. í
þeim eru þessi örnefni: Kúahvammar (453), þá Berhólar (454) (rétt
neðan-við brekkuna), Hjálpin (455), melur snarbrattur út- og upp-af
bænum, Nóngróf (456), vestan-við bæinn, Brúarmelar (457), suður- og
upp-af bænum, og Bröttutindar (458) suðaustan í hnjúknum. — Geita-
fellshnjúkurinn er ofan-við bæinn; suðaustan í honum er niðurfall
mikið og tjörn djúp innst í því og hamrar upp-af. Heitir niðurfall
þetta Nykurskál (459) og er afar-einkennilegt. — í fjallinu norð-
austur-af Geitafelli, austan-við ána, er töluvert mikill skógur; er þa5
eini staðurinn í sveitinni, sem er skógi vaxinn svo nokkru nemi;
heitir Geitafellsskógur (460). Niður-við ána er nes, sem heitir Mjói-
tangi (461), og sunnan-undir fjallinu eru grávíðisflesjur, er heita Grá-
blesi (462). Þar er líka höfði; Stórhöfði (463) kallaður. Beint á móti