Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 82
82 mjög lítil — til þess að smala Litla-Kýling, en síðan hefir leysingar- vatn borið svo Kötluösku (er féll 1918) í vatnið, að nú er mjög grunnt »út í Kýling« og nærri þurt, þegar áin er minnst. — Vestan-við Kýl- ingavatn eru nokkrar öldur nafnlausar, en á milli þeirra og Barms- ins er Kýlingaskarð. Eftir því liggur vegurinn. Þegar komið er vest- ur úr Kýlingaskarði er komið að Jökulgilskvlsl. Hún er nefnd Náms- kvisl á öllum Iandabréfum, en það er rangt. Námskvísl er smákvísl, sem rennur í Jökulgilskvísl og verður nefnd síðar. Af leitarmönnum er Jökulgilskvísl oftast nefnd »Kvíslin«; hún kemur langt sunnan úr Torfajökli eftir djúpu og stóru gili, sem heitir Jökulgil — oftast nefnt »Gilið« —. Kvíslin er ströng og oft svo vatnsmikil að hún er ekki reið. Hindrar hún þá leitarmenn frá söfnun. Talið er að yfir hana þurfi að fara 18 sinnum hvora leið, þegar farið er inn í Gilbotn; mun það nokkuð mismunandi, því hún breytir farveg árlega. Veit ég einn mann hafa talið þetta og varð í það skifti að fara yfir hana 20 sinnum hvora leið. Vestan-megin við Kvíslina á móti Kýlinga- skarði eru Laugar. Þar er lítil, en mjög grasgefin, fit austan-undir mjög úfnu og hrikalegu hrauni, sem heitir Laugahraun. Eftir henni miðri rennur silfurtær lækur og á austurbakka hans eru margar smá- uppsprettur með heitu vatni. Nefna fjallmenn oft Laugakaffi, bæði fyrir það, hve mikið er drukkið af því —, því ekki þarf annað en að hella á könnuna úr einhverri heitu uppsprettunni og svo trúa þeir því, að það sé hollara en annað kaffi. í Laugum er lítið sæluhús, nærri 100 ára, berghlaðið — byggt af Gunnari Árnasyni frá Galta- læk, síðar í Hvammi —. 1905 var byggt stærra hús og á öðrum stað, en brotnaði niður af snjóþyngslum á næsta vetri; var þá endurbyggt og fór á sömuleið. í fyrra, 1927, var byggt hús á enn öðrum stað, hærra í hraunbrúninni. Jökulgilið er í hásuður úr Laugum fram í jöklinum; þegar komið er dálítið suður í það, liggur í það afgil að austanverðu. Það heitir Sveinsgil, kennt við Svein bónda í Þórunnar- hálsi og síðar í Stórholti á Rangárvöllum1); er talið að hann hafi fyrstur fundið það. — Þegar kemur suður fyrir Sveinsgil þrengist Gilið að mun, — þar er það nefnt Þrengsli; — eru þá barmar þess bæði háir og snarbrattir og uppi á brúnunum eru klettarnir í ótal myndum, sem vekja ímyndunarafl vegfaranda. Þegar komið er suður úr Þrengslum breikkar Gilið að miklum mun og Vestur-Barmur þess meir aflíðandi með mörgum og mismunandi djúpum giljum og hryggj- um á milli. Skammt innan-við Þrengsli er bratt öldunef með kletta- belti efst; það heitir Hattur; austan-undir honum er Hattver. Þar er 1) Sveinn þessi var faðir Gests í Flagbjamarholti, d. 1918.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.