Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 1
BYGGÐARLEIFAR I ÞJÖRSÁRDAL Eftir Gísla Gestsson og Jóhann Briem. Sá hluti Gnúpverjahrepps, sem liggur fyrir innan Þverá, heitir Þjórsárdalur. Svo var einnig talið á dögum Árna Magnússonar (Jb. II, bls. 218 neðanmáls), og virðist þessi skipting hreppsins vera forn, því að svo er að sjá í Landnámabók, að þetta sé sá hluti af landnámi Þorbjarnar laxakarls, sem hann nytjaði sjálfur. Að vísu er nú aldrei talið, að dalurinn nái neitt að ráði austur fyrir hin eðlilegu takmörk Búrfell — Skeljafell—Stangarfjall, en vart er að efa, að bæir, sem voru austan þessara fjalla, hafi einnig verið taldir til dalsins, enda er það algengt, að bæir séu taldir til dala, þótt þeir standi utan þeirra. I eftirfarandi ritgerð er þessi skilgreining ævinlega höfð í huga, þegar minnzt er á Þjórsárdal. í Árbók hins ísl. Fornleifafélags 1884—5 birtist ýtarleg grein, er nefndist Um Þjórsárdal, eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi. Var grein þessi þó samin löngu fyrr, og telur Matthías Þórðarson (Árb. 1915, bls. 11) hana skráða um 1870. En víst er það, að Kálund styðst við hana í íslandslýsingu sinni (fyrra bindi, prentað 1877). Ekki hefur Brynjúlfur þó gengið frá greininni til fulls fyrr en 1880 (sbr. bls. 53 þar). I þessari grein Br. J. mun vera getið allra fornra mannvirkja í Þjórsárdal, sem þá var kunnugt um. I Árb. 1897 birti sami höfundur greinarkorn, er hann nefndi At- hugasemdir um Þjórsárdal. Eru þær að nokkru leyti viðbót við hina fyrri grein Br. J., en auk þess leiðréttir hann þar ýmislegt, er hann hefur áður sagt, með hliðsjón af nýrri heimild, er honum hefur bor- izt, en það er fomt bréf um skógarítök í Þjórsárdal, sem prentað er í 2. bindi Fornbréfasafnsins (1893), og verður vikið að því síðar.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.