Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Side 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Side 14
18 Ökkur er sagt, að gjallhrúga sé einnig í gili við Þjórsá austan í Sandafelli eða í Bláskógum. 35. Rúst í H r o s s atun gum. Skammt austan við Rjóðrunar- gil, sem fellur úr suðri í Rauðá gagnvart Stöng, er bæjarrúst. Sé göt- unni fylgt inn frá Rjóðrunargili, er lítill lækur á hægri hönd, sem foss- ar fram af klettabrún sunnan götunnar. Rústin er austan við þennan læk um 150 m ofan við fossinn. Lítið sér þar fyrir hleðslum, en þar er mikil grjótdreif í flagi. Þarna hafa fundizt ýmsir munir, sem sanna, að þar hefur staðið bær. Ólafur Bergsson á Skriðufelli fann fyrstur rúst þessa fyrir fáum áratugum. 36. Steinastaðir eru sunnan í Steinastaðaholti, þar sem hinn varðaði Sprengisandsvegur liggur upp af láglendi Þjórsárdals. Þarna eru tvær rústir fast við götuna norðan megin og stendur eitt vörðu- brotið uppi á vestri rústinni. Ekkert byggingarlag sést á rústum þess- um. (Árb. ’84—5, nr. 21.) 37. Skelj asta&ir eru á eystri brún á grunnu gili, sem er sunn- an við múla, er gengur fram úr Skeljafelli um IV2 km norðaustur frá Hjálparfossi. (Árb. ’84—5, nr. 22.) Þorsteinn Erlingsson gróf upp nokkurn hluta af bæjarrústinni 1895 (RST, bls. 29—30 og 61—62, uppdráttur bls. 62). Sumarið 1939 var bæjarrústin öll grafin upp, ásamt kirkjugarði (sjá Fg). Tóftirnar fyllast nú smátt og smátt af sandi. Gömul munnmæli tala um blýþak á kirkju á Skeljastöðum, enda hafa þar oft fundizt litlar blýagnir, bæði fyrir gröftinn og eftir. Auð- vitað getur verið, að blýfundir þessir hafi orðið orsök til munnmæl- anna. Því hefur verið haldið fram, að meiri líkur væru til þess, að blýmolar þessir væru leifar af blýrenndum glergluggum en þaki (enda þótt engin glerbrot hafi fundizt). Skömmu fyrir uppgröftinn fannst í kirkjugarðinum á Skeljastöðum blýþynna, samanlögð með naglagati (Þjms. nr. 12791) og er útilokað, að hún sé úr gluggaumgjörð. Kirkjugar'ðurinn liggur nokkru neðar en bæjarhúsin í hall- andi jarðvegi. Það, sem enn var til af honum, þegar grafið var þar, var að lögun sem hálfhringur, er opnaðist undan brekkunni. Senni- lega hefur tæpur helmingur garðsins verið eyddur áður, en hann verið í upphafi kringlóttur að lögun og kirkjan staðið í honum miðjum. Beinagrindurnar, sem fundust hér, lágu allar jafnhátt. Var alldjúpt á þeim, sem næst voru brekkunni, en neðst í garðinum lágu þær í yfirborðinu (sbr. Fg, kort nr. 181 og 182. Því miður er ekki sýndur

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.