Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 15
19
þverskurður af kirkjugarðinum í Fg, en bæði var þetta ljóst meðan
á uppgreftinum stóð og við athugun á hæðalínunum á korti nr. 181
má einnig sjá þetta). Meðan garðurinn var enn í notkun, hefur hann
verið eins og stallur í brekkunni, en þegar uppblásturinn byrjaði,
hefur neðsti hluti garðsins farið fyrst. Br. J. skrifar (Árb. '84—5,
bls. 53): ,,Þessi grastó Iþ. e. yfir bæjarrústinni] er nú 1880 alveg
blásin af-----. Framan undir grastónni hefir blásið upp talsvert af
8. mynd. Skeljastaðir. Sámsstaðamúli í baksýn. (Ljósm. Gísli Gestsson.)
mannabeinum; sjást enn leifar af þeim, en eyðast hvað af hverju,
sem von er“. — Frá því, að þetta var ritað, og þangað til garðurinn
var grafinn upp, var þarna alltaf nokkuð af beinarusli ofanjarðar.
Það er því fullvíst, að fleiri hafa verið grafnir í þessum kirkjugarði
en þeir, sem leifar fundust af 1939, og þá einnig, að einhver hluti
garðsins hefur verið gjöreyddur áður.
Fyrir nokkrum áratugum var höfuðkúpa af manni í hólmanum í Hjálpar-
fossi. Hafði hún borizt þangað frá Skeljastöðum. Eftir að hún hafði legið þarna
lengi ofanjarðar, var hún grafin niður í hvamminum undir skógarbrekkunni
syðst í hólmanum. Það var nálægt 1920. Síðan hefur Fossá brotið mikinn jarð-
veg úr botni hvammsins og er sennilegt, að höfuðkúpan sé nú farin í ána.