Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 17
21 ekki sjást á uppdrætti Br. J. Þær eru allar mjög úr lagi færðar. Þorst. Erl. gróf upp bæjarrústina 1895 og birtir uppdrætti af henni (RST, bls. 42—46). 40. Rúst vi8 S tó rkonu gr óf. Stórkonugróf, einnig nefnd Tröllkonugróf, er djúpt gil austan við Búrfellsháls. Efst við hana að vestan gengur skriða þvert í gegnum skóginn. Svo sem 50 m sunnar er lítið vik upp í skógartorfuna norðvestan grófarinnar. Fram í vikið hefur hrunið grjót úr torfubakkanum, og sést enn á steina ofarlega í honum. Hér hefur verið einhver bygging, og er þarna nokkuð af rauðagjalli og viðarkolum. Mestar líkur eru til að bygging þessi sé nú öll hrunin nema hluti af einum vegg, en vera má þó, að nokkuð sé enn eftir af henni undir skógartorfunni. Ef til vill sést fyrir lítilli, tvískiptri tóft uppi í skógartorfunni litlu vestar, en mjög er það óljóst. Nokkr- um spöl neðar með grófinni, uppi á örfoka brún hennar, er lítil steina- dreif. Virðast sumir steinarnir fluttir þangað af mannahöndum. Páll Stefánsson á Asólfsstöðum fann forna öxi ásamt beinaleifum í moldarbakka austan við Búrfellsháls, en nú er ekki vitað nánar, hvar það var. Öxin er nú á Þjóðminjasafninu (Þjms. 10204). Fjárhústófta í byggðarlöndum Þjórsárdals er ekki getið hér að framan, en í afréttinum eru þessi sæluhús: Austan við Lambhöfða nálægt Bergálfsstaðaá, í Hólaskó gi, við veginn, innan við Bleikkollugil, í Gjánni. Það er hellir í stökum kletti. Hefur hellirinn verið út- búinn sem sæluhús með hurð og dyrakömpum. Syðst í Gjánni er víður hellisskúti, sem notaður hefur verið til fjárgeymslu, og hafa verið hlaðnir grjótgarðar um hann þveran. SKAMMSTAFANIR Jb. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns II, bls. 217 — 18. Árb. Árbók hins ísl. Fornleifafélags. Árb. ’84—5 Grein Brynjúlfs Jónssonar, Um Þjórsárdal, Árb. 1884—1885, bls. 38—60. Þegar vitnað er í heilan kafla um eitt eyðibýli, er notað nr. í texta greinarinnar, en ekki blaðsíðutal.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.