Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Síða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Síða 22
26 mátt leggja niður kirkju, sem þegar haiði verið reist, nema sérstakt bæri til. „Kirkja hver skal standa í sama stað sem vígð er, ef það má fyrir skriðum eða vatnagangi eða eldsgangi eða ofviðri eða héruð eyði úr afdölum eða útströndum“ (Kristinréttur hinn fomi). Það mun vera álit fræðimanna, að flestar alkirkjur á landinu hafi verið reistar þegar á 11. öld, eða fyrr en sóknarskipan komst á. Það er því skiljanlegt, að úr vöndu hefir verið að ráða fyrir biskup, þegar kom að því að skipa bæjum til þeirra. Enda hefði fullur jöfnuður þar á aldrei getað orðið, hvort sem var. Staðhættir bönnuðu það. Kirkja, sem fáir bæir lágu til, gat í sumum tilfellum átt eins mikinn rétt á sér sem önnur með miklu fleiri. Þá skipti það og eigi miklu máli fyrir störf prestsins, hversu margir bæir lágu til kirkjunnar. I þann tíma skyldi að jafnaði sungnar tíðir við allar alkirkjur hvern helgan dag ársins, en að hálfkirkjum annan hvern, og að bænhúsum, sem víða voru mörg, einu sinni í mánuði. Þetta krafði mikinn kennimannafjölda, svo að við fjölmargar kirkjur voru þá tveir, þrír og jafnvel fjórir kenni- menn, prestar og djáknar, og verður þó sums staðar ekki séð, hvernig þeir hafa komizt yfir störfin. I annan stað má telja það alveg víst, að bæjatalan í hinum fornu máldögum kirknanna sé ekki tæmandi. Þar munu aðeins koma fram hinar sjálfstæðu jarðir, eða lögbýlin, en ekki hjáleigur eða afbýli jarða. Þau hafa tíundazt með heimajörðinni og talizt til hennar, er um tollskyldu var að ræða. Getur það ekki á annan veg verið, þar eð þeir máldagar, sem getið verður hér síðar og ná yfir hartnær tvær aldir, sýna yfirleitt mjög jafna bæjatölu. En það er einmitt það tíma- bil, sem hjáleigurnar í þeirri mynd, sem þær hafa haft síðari aldirnar, eiga helzt að hafa orðið til á, eftir allveigamiklum líkum, sem fyrir því hafa verið færðar.1) En um leið, að almennu áliti, guldu byggðir landsins á þessum tíma hið mesta afhroð, sem nokkurn tíma hefir orðið. Hvorugt þetta virðist hafa nein veruleg áhrif á bæjatöluna. Fer því ekki hjá því, að hjáleigurnar, eða smábýlin, hafa aldrei talizt þarna með, hvorki þær, sem kunna að hafa verið til áður en máldag- arnir hefjast, og því síður hinar, sem orðið hafa til eftir það. Og hins vegar, að hafi varanleg landauðn orðið í svartadauða, þá hefir það nær eingöngu gengið út yfir smábýlin, þau, sem aldrei náðu því sjálf- stæði að vera talin með í máldögum. Vér verðum því engu fróðari um þennan flokk hinna fornu býla af þessum heimildum. En efalaust hafá hjáleigur, eða hvaða nöfn vér 1) Ól. Lárusson, prófessor: Byggð og saga. •

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.