Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 29
33 göngu á kirkjustöðum. Getið er í einni heimild séra Hallkels, ,,sem hélt Bjarnastaðahlíð" (Biskupasögur Bókmfél. II, 677), og á það að vera séra Hallkell Arnkelsson, sem þjónaði Hvammi í Laxárdal frá um 1550—70, og hefir hann þá verið í Bjarnastaðahlíð annaðhvort fyrir eða eftir þann tíma, hafi hann nokkum tíma verið þar. En lík- lega hefir hann þá gegnt prestsverkum víðar en þar, t. d. að Hofi eða Ábæ. Bjarnastaðahlíð hefir því sjálfsagt ekki verið með í hinni tilgreindu bæjatölu máldagans, og vantar þá einn. Langlíklegast er, að það hafi verið Stafn. En það er fornt eyðiból skammt sunnan við Þorljótsstaði, og í landi þeirrar jarðar síðari aldirnar. Um Stafn segir í Jarðabók- inni: ,,Stafn er hér kallað stekkjarstæðið frá heimajörðinni. Þar ætla menn, að hafi verið fornt eyðiból, því glögglega sést þar til girðinga og tófta margra, sem verið hafi lögbýlisjörð". Stafn hefir á sínum tíma sennilega verið meiri jörð en Þorljóts- staðir, því að líklega hefir öll austurhlíð dalsins þaðan frá og suður úr tilheyrt þeirri jörð, og hafa þá hin fornu smábýli tvö, Þrælsgerði og Hringanes, legið þar undir. Þó mætti hugsa sér, að syðsti hluti dalsins austan árinnar hefði tilheyrt Hraunþúfuklaustri á meðan þar var byggt. En báðar jarðirnar, Stafn og Þorljótsstaðir, hefðu þó átt nóg landrými fyrir því. Að tvö vötn og rústarfláki mikill, liggjandi all- langt suðaustur á fjalli, er kennt við Stafn bendir í þá átt, að þar hafi um lögbýlisjörð verið að ræða. Sýnilegt er, að á Stafni hefir verið tún allmikið og fallegt, og vottar glögglega fyrir garði um það víðast. Hofskirkjumáldagi er enginn til annar en þessi, svo að ekki verður vitað, hversu lengi þessi bæjatala hefir haldizt. En efalaust hefir Stafn verið kominn í eyði fyrir 1500, því að þá, eða litlu síðar, er Hof ásamt Gili og Þorljótsstöðum komið í eign Teits Þorleifssonar í Glaumbæ, en Stafns er þar að engu getið (Fbrs. IX, 93). Má telja alveg víst, að Teitur hefði náð eignarhaldi á þeirri jörð líka, ef byggð hefir verið, eða öllu heldur, hann hefir óefað átt það land þá, og því full sönnun fyrir því að jörðin er komin í eyði, að hennar er ekki getið þar á meðal jarðeigna hans. Samkvæmt bréfi frá 1387 tilheyrði Hofi allt land í Vesturdal beggja megin árinnar fyrir sunnan Bjarnastaðahlíð, svo og afréttin öll suður til Jökuls. Er allt þetta land þá selt í einu lagi, eða „allar Hofsjarðir nema kirkjujörð að Giljum“, eins og það er orðað, í skipt- um fyrir Lýtingsstaði (Fbrs. III, 318). En heimaland Hofs hefir verið miklu þrengra, væntanlega ekki náð lengra suður dalinn en að Hrafnsgili, sem er litlu norðar en á móts við Þorljótsstaði, eða í Arbók Fornleifafélagains — 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.