Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 33
37 ur er í Vesturdal. Þar var landrými nóg. Segir í bókinni, að það býli hafi verið í auðn um langan aldur, en sýnileg byggðarmerki séu þar, bæði girðingar um tún og tóftarleifar, en túnstæðið allt í hrjóstur komið. Sennilega hefir þarna verið vel byggilegt á forna vísu. En 1464 átti Nýibær, sem er allmiklu norðar í dalnum, land allt suður þar ,,sem vötn draga“. Fagrahlíð hefir þá verið týnd úr tölu sjálf- stæðra býla, hafi hún þá nokkru sinni verið það, og landið verið orðið eign Nýjabæjar. Einirlækur átti að hafa heitið býli á landamörkum Bústaða og Skatastaða, og var það þrætuland nokkurt, sbr. Jarðabókina bls. 148 og 166. Af athugasemd frá Rentukammerinu 1834 er svo að sjá, að það álíti, að þarna hafi verið um jarðnæði að ræða, og muni sú jörð enn óseld vera, því að aðeins Skuggabjörg hafi fylgt Skatastöðum, þegar stólsjarðirnar voru seldar (sjá jarðatal Johnsens). En hér er um svo lítið land að ræða, að vart getur komið til mála, að það hafi nokkurn tíma verið Iögbýli. Heyrt hefi ég og, að deila þessi muni vera þannig til komin, að Einirlækirnir sjálfir eru tveir, með örstuttu milli- bili neðst, og þar mun sjást til einhverra tófta, en bilið breikkar eftir því, sem ofar dregur í fjallið og að brúnabaki, og vildu Bústaðir miða sín merki við syðri lækinn, en Skatastaðir við hinn nyrðri. Þess var fyrr getið, að Sigurðarregistur nefni á meðal eyðijarða Hólastóls um 1525 Vindheima á Hlíðartungu, og verður að ætla af frásögninni, að hún hafi til þess tíma verið sjálfstæð jörð eins og Bú- staðir og Skatastaðir, en þær eru allar þrjár nefndar saman og í senn. Sakir ókunnugleika þess, sem samdi nafnaskrána að IX. bindi Forn- bréfas., eru gerðar úr þessu tvær jarðir, Vindheimar og Hlíðartunga. Tvímælalaust er hér um að ræða Vindheima þá, sem um langt skeið hafa verið beitarhús frá Bakkakoti, nyrztu jörðinni í Vesturdal austan- verðum, og enn halda þessu nafni. Bakkakot var upphaflega afbýli úr landi Bjarnastaðahlíðar. Vindheimar eru norðan í fjallsendanum, sem skilur Austur- og Vesturdal, eða í tungunni á milli ánna, þ. e. Austari- og Vestari-Jökulsár, á að gizka um 2—2,5 km sunnar en þær sameinast. Staður þessi liggur allhátt, og er þaðan vítt og fagurt útsýni norður yfir héraðið, svo að efasamt er, að annars staðar sé það meira eða fegurra í Fram-Skagafirði. Hins vegar sést ekki þaðan heiman frá staðnum suður yfir dalina. Þetta hefir verið þrifajörð og átt viðunandi landrými hafi merkin að vestan verið við Vindheima- lækinn, sem efalítið er, því hann fellur norður af fjallinu í alldjúpu og áberandi gili og myndar síðan drag nokkurt út tunguna, unz hann steypist í vestari Jökulsá útvestur frá Vindheimum. Hefir þá megin-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.