Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 35
39 hafi þessarar greinar. En Auðunarmáldagi er hinn eini máldagi kirkj- unnar, sem til er. Verður hún því talin hér á meðal landnámsjarða. 6. Flatatunga. Þá er komið að þeirri kirkjusókninni, sem lægsta bæjatölu hefir í Skagafirði, því í Auðunarmáldaga segir: ,,Þar skal prestur vera. Tekur hann heima í leigu 4 merkur og að hálfkirkju 2 merkur. Af 1 bæ lýsistollur og heytollur". Takmörk sóknar þessarar hafa óefað verið: að sunnan Merkigilið, að norðan Norðuráin og að austan Egilsáin, þannig að hún hefir náð yfir hinn svonefnda Kjálka. Innan þessa svæðis voru tvær sjálfstæðar bújarðir, auk Flatatungu, þegar jarðatalið er gert 1713, og voru það Kelduland (1403, Fbrs. III, 715) og Tyrfingsstaðir (1478, Fbrs. VI, 127). Hálfkirkjan hefir óefað verið að Keldulandi. Segir í Jarðabókinni, að þar votti fyrir kirkjugarði og standi bænhús enn í garðinum, en enginn muni, að tíðir hafi verið veittar þar. Er því ekkj að efa, að Tyrf- ingsstaðir hefir verið bærinn, sem tollana galt til Flatatungu. Kelduland var gefið Hóladómkirkju í svartadauða. Jörðin Tyrf- ingsstaðir var árið 1478 seld fyrir hluta úr Reykjavík (Fbrs. VI, 127). Myndu það þykja hagstæð skipti nú fyrir eiganda Tyrfings- staða. Hjáleigur 1713: Með Keldulandi: Stekkjarflatir, Gilsbakki og Stigasel. Með Flatatungu: Tungukot og Heinglastaðir. Flatatungusókn er nú löngu runnin inn í Silfrastaðasókn. Heimilis- prestur átti að vera í Flatatungu 1428 (Fbrs. IV, 353). Árið 1478 eru Tyrfingsstaðir sagðir í Silfrastaðasókn. Kirkja er þó enn í Flata- tungu 1487 (Fbrs. V, 292) og líklega lengur. Jarðabókin segir um þetta: ,,Hér er bænhús bæði að fornu og nýju, en ekki minnast menn hér hafi tíðir verið veittar“. Flatatunga er landnámsjörð. 7. Silfrastaðir. Þessi sókn hefir náð yfir Norðurárdalinn beggja megin, en að norð- an hafa takmörkin verið á milli Kúskerpis og Úlfsstaða. I Auðunar- máldaga er hinn síðarnefndi bær sagður liggja undir Víðivallakirkiu, en Kúskerpi er í Silfrastaðaþingum 1442 (Fbrs. IV, 625). I Auðunarmáldaga segir:

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.