Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Síða 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Síða 44
DOGGARÓÐRAR 'C Eftir Bjarna Jónsson frá Asparvík. í greinarkorni þessu er lýst hákarlaróðrum þeim, sem kallaðir voru dogga- róðrar, eins og höfundur minnist þeirra á Ströndum. Enn fremur áhöldum, sem notuð voru, og vinnuaðferðum á opnum skipum. Ritstj. Þegar komið var til miða, var drekinn tekinn og forhlauparinn festur í hann. Drekinn var þannig útbúinn: Trébútur, um 150 sm langur; á annan enda hans voru festar tréflaugar, er mynduðu kross, um 75 sm langar, og voru þær venjulega úr eik, úr um það bil miðj- um armi hverrar flaugar var svo negldur trébútur, sem náði á miðjan legg drekans, milli þessara búta var svo fyllt með grjóti og riðað net yfir. 1 hinn enda drekans var svo settur öflugur kengur. Forhlaupar- inn var keðja, um 10—15 faðma löng, og var hún fest í drekakeng- inn með keðjulás. f hinn enda forhlauparans var svo línunni fest. Línan var kaðall, sem legið var fyrir, og var gefið út af henni eins og þurfti í hvert sinn, en þar réð um dýpi og eins ef hvassviðri var og þungur sjór, því að báturinn varð að liggja kyrr. Línan var svo fest um hnýfil bátsins. Því næst var að hafa til færin. Fyrst var sóknin tekin; hún var stór krókur með um 25 sm langan legg og bugstærð í hlutfalli við legg- lengdina; við krókinn var fest grönn keðja, rúmlega faðmslöng; við efri enda þeirrar keðju kom sakkan eða sóknarsteinninn; hann var út- búinn þannig, að sæbarinn, aflangur hnullungssteinn var valinn hæfi- lega þungur; á báðar hliðar hans og fyrir endana var klöppuð rauf; utan um steininn var svo snúið sverum vír (líkt og grönnum steypu- teini), sem féll í raufina og hafðar lykkjur á báðum endum. f aðra lykkjuna var svo keðjunni eða sóknartaumnum fest, en í hina lykkj- una kom sóknarbálkurinn; það var kaðall, um 2 faðma langur, og var hann til að varna því, að hákarlinn klippti færið, ef vaðarmaður-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.