Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Side 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Side 55
59 lítið. Fleira var ekki vopna í kumlinu (nema ef önnur öxin, sem talin var með 1. kumli, skyldi vera úr því). b. Hnífur með tréskafti og Ieifum af leðurslíðrum, 16,7 sm lang- ur. Við vinstri mjöðm. c. Heinbrýni laglegt, með gati, 7,2 sm að 1. Hjá hnífnum. d. Jaspismoli rauður, hefur verið notaður sem eldtinna. e. Eldstál, 8,7 sm að 1., hefur sýnilega verið eins og Rygh 426, en uppvafningarnir eru nú brotnir af. f. Tveir litlir bútar af silfurþynnu, annar markaður með hnífsoddi, mest 8 mm í þvm. g. Silfurþráður, 1,2 sm, þvergáróttur eins og perluband. 4. mynd. Haugfé úr 2. kumli. — Objects from grave 2. (1 \4.) h. Oddur úr járni, lítill og óákvarðanlegur. i. Flís úr torkennilegu efni, ef til vill skeljarbrot. Smáhlutirnir d—i voru allir saman, sem næst hnífnum og brýn- inu. Hafa verið í pússi mannsins. j. Sörvistala marglit, hafði verið í bandi um háls líkinu. Grunn- liturinn er svartur, en felldar í bláar kringlur með hvítum hring- um utan um. I tölunni er lykkja úr járnvír. k. Feldardálkur lá neðan við þjó manninum. Hann er úr járni, hringurinn 8,3—9 sm í þvm., og þar sem endarnir koma sam- an, eru hnúðar, að vísu mjög ryðþrungnir, en hafa þó vafa- laust verið mótaðir sem dýrshöfuð. Prjónninn er 15,1 sm að 1. Dálkur þessi er alveg sambærilegur við dálkinn frá Gystad, Ullensaker, Akershus amt, sem sýndur er hjá Jan Petersen,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.