Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Side 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Side 58
62 var ekki teljandi hæðarmunur; þó bar 1. kuml aðeins hæst, það sem það var. 4. kuml lá hins vegar greinilega 1—2 m lægra en hin, 6 m norðaustan við 1. kuml. Það var alveg óhreyft nema rétt yfirborðið. Areiðanlega hefur gröfin verið undir einni af hinum stóru þúfum, sem bóndinn skýrði frá, að verið hefðu neðan við hólinn. Örfáir steinar munu hafa verið í þúfunni (haugnum), og hafði ýtan fært þá nokkuð niður eftir. Nú voru 70 sm frá yfirborði og niður að grafarbotni, en hefur í öndverðu verið meira. Gröfin hafði verið tekin í gegnum hvít- leitt gosöskulag, um 5 sm þykkt, eflaust sama goslagið, sem sést í mómýrunum norðanlands og Sigurður Þórarinsson kallar efra hvíta íagið. Blendingur af þessu lagi var hvarvetna í moldinni, sem mokað ^ S A u - G róf ~ /a c/ ////muu// ///(/7777777 7. mynd. Þverskurður gegnum U- kuml. — A section of grave U, showing how the grave was dug through a layer of volcanic ashes, which accordingly must be prehistoric. hafði verið ofan í gröfina. Hér er því eins skýrt og framast verður kos- ið, að lag þetta er eldra en söguöld. Rétt neðan við grafarbotninn var annað öskulag, álíka þykkt, en írauðara á litinn, en neðan við það var lag af mýrarrauða (7. mynd). Gröfin var um 3.70 m að 1. og rúmlega 1 m að br., lá SV-NA. I suðvesturendanum voru leifar mannsins, og snéri höfuðið í suðvest- ur, en í hinum endanum var hrossbeinagrind, og snéri höfuð hennar í norðaustur, lend að manninum (8. mynd). Af beinagrind mannsins hafði ekki annað varðveitzt en hauskúpan að nokkru, hægri hand- leggur og lítið brot af öðrum lærlegg. Af þessum leifum má þó ráða, að þarna hafi verið grafinn karlmaður á fullorðins aldri. Hann hefur hvílt á hægri hlið, líklega krepptur í mjaðma- og knjáliðum, eða m. ö. o. eins og ætla má, að öll hin líkin hafi verið lögð. Nokkurt haugfé var með manninum (9. mynd): a. Suerð, hafði verið lagt fyrir framan manninn, þannig að hjölt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.