Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 65
SKYRSLUR I. Aðalfundur 1953. Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í húsi Þjóðminjasafns- ins 30. des. það ár. Formaður félagsins setti fundinn og minntist nokkurra félags- manna, sem látizt höfðu á árinu. Nafngreindi hann Sigurgeir Sigurðsson, biskup, dr. Bjarna Aðalbjarnarson, Guðmund Gamalíelsson, bóksala, og Sigurgeir Ein- arsson, fyrrv. heildsala. Risu fundarmenn úr sætum í virðingar skyni við minn- ing hinna látnu manna. Nokkrir nýir félagar höfðu bætzt á árinu. Formaður skýrði því næst frá, að árbók ársins 1953 væri fullsett í prent- smiðju, en því miður hefði sökum anna í prentsmiðjunni ekki orðið hægt að koma árbókinni út fyrir áramót. Þessu næst las formaður upp reikning félagsins fyrir árið 1952.1) Nú urðu nokkrar umræður um árbók félagsins. Snæbjörn Jónsson lagði áherzlu á nauðsyn þess, að árgangar þeir af árbókinni, sem uppseldir eru, verði hið fyrsta endurprentaðir, og lagði til, að stjórnin leitaði eftir sérstökum fjárstyrk til þessa. Raddir komu fram, að Fornleifafélagið léti til sín taka bæjarnafnabreytingar, sem mjög hafa farið i vöxt á undanförnum árum. Urðu um þetta nokkrar um- ræður, og var að lokum samþykkt svofelld ályktun: „Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags, haldinn 30. 12. 1953, ályktar, að á undanförnum árum hafi breytingar á gömlum íslenzkum bæjarnöfnum gengið lengra en góðu hófi gegnir, og beinir þeirri áskorun til réttra hlutaðeigenda, að þeir komi í veg fyrir slíkt, nema mjög mikilvægar ástæður séu fyrir hendi“.2) Embættismenn félagsins, fulltrúar og endurskoðunarmenn, þeir er verið hafa, voru allir endurkjörnir. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir á fundinum, og sleit formaður honum, er fundarbók hafði verið lesin upp og samþykkt. 1) Er reikningurinn prentaður í Árbók 1953. 2) Ornefnanefndinni var skýrt frá þessari fundarsamþykkt 3. n. m., og er birt hér á eftir svar formanns þeirrar nefndar, ásamt þar með fylgjandi skrá um breytingar á bæjarnöfnum, sem nefndin hefur samþykkt, og þær breytingar, sem leyfðar höfðu verið áður en örnefnanefndin tók til starfa í des. 1935.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.