Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 31
FRIÐRIK A. BREKKAN:
MANNAMYNDADEILD ÞJÓÐMINJASAFNSINS
L
Nokkru eftir að ég byrjaði að starfa í Þjóðminjasafninu, vildi svo
til, að ég dvaldi dálitinn tíma í sumarleyfi hjá æskuvini mínum ein-
um, sem var sagnfræðingur að menntun og skólastjóri við stóran
skóla á Sjálandi. Hann hafði sérstakan áhuga á íslenzkum málefn-
um, og auðvitað ræddum við um margt og meðal annars um Þjóð-
minjasafnið.
Eitt af því, sem barst í tal, var söfnun mannamynda og manna-
myndasafn það, sem dr. Matthías Þórðarson setti á stofn hér 1908
og síðan hefur verið starfrækt sem sérstök deild í Þjóðminjasafninu.
Skýrði ég frá því, að söfnunin væri hafin og framkvæmd með það
fyrir augum að fá í safnið allar ljósmyndir og aðrar myndir af ís-
lenzku fólki, sem fengizt gætu og hægt væri að finna nöfn á, til þess
að þær varðveittust fyrir framtíðina. Taldi ég, að slíkt safn hefði
sína sérstöku þýðingu sem persónu-sögulegar heimildir engu síður
en t. d. söfn af bréfum og öðrum skjölum áhrærandi einstaklinga.
Vini mínum fannst hugmyndin nýstárleg og athyglisverð, en kvaðst
vera ofurlítið í vafa um, hvort þetta væri framkvæmanlegt á svo víð-
tækum grundvelli, sem hér væri stofnað til. Um það gat ég vitanlega
ekkert sagt, því að þótt allmörg ár séu nú liðin, síðan mannamynda-
söfnun hófst hér frá Þjóðminjasafninu, þá hygg ég, að almenningur
í landinu sé naumast búinn að átta sig á henni enn þá sem skyldi, en
mikið veltur þar á skilningi almennings á söfnuninni og góðu sam-
starfi við safnið.
Nú liðu eitthvað um tvö ár. Þá kom þessi sami vinur minn í stutta
heimsókn hingað til landsins. Eitt af því fyrsta, sem hann þá spurði
mig um, var, hvernig gengi með mannamyndasafnið. Gat ég þá sýnt
honum spjaldskrárnar og einnig lofað honum að líta á safnið sjálft,
eins og því þá var fyrir komið. Þetta var í gömlu húsakynnunum,