Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bóndinn; kom þangað frá Sólheimum og flutti að Sólheimum aftur.
— Vorið 1821 flutti að Flatatungu Jón Einarsson, efnabóndi góður
og talinn peningamaður, harðgjör maður og búnygginn; bjó hann
þar til 1828, en hafði þó ekki alla jörðina nema árin 1825—1828.
Hín árin voru félitlir menn í sambýli við Jón, og mátti hann þvi
teljast aðalbóndinn og hafði líka ágætt bú á þeirrar tíðar mæli-
kvarða.
Hér má geta þess að lokum, að í manntalinu 1703 sést, að í Bjarna-
staðahlíð í Vesturdal býr Egill Jónsson, sonur Jóns Sigurðssonar í
Flatatungu, hér fyrrnefnds, og var kona hans Björg Stefánsdóttir á
Silfrastöðum, Rafnssonar í Bjarnastaðahlíð Jónssonar í Bjarnastaða-
hlíð Arnfinnssonar. Telja sumir að Stefán Rafnsson hafi búið fyrst
í Flatatungu, en flutt svo að Silfrastöðum; en vafamál er, hvort það
sé rétt. En í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sést, að
árið 1713 er Egill Jónsson fluttur að Flatatungu og býr þar þá. Ein
dóttir hans var Helga móðir Þörláks auðga Símonarsonar á Stóru-
Ökrum,- en Þorlákur bjó í Flatatungu sem leiguliði Hólastóls árin
17&8—1796, en þá flutti Stefán Guðmundsson (frændi hans) þang-
að, sem fyrr segir.
Rekja mætti ábúendur Flatatungu að mestu leyti frá því um 1700,
og alveg með nokkurn veginn fullri vissu frá því um 1730 til núver-
andi tíma, en ekki verður það gert hér.
II. Um eigendur Bjarnastaðahlíöar og ábúendur.
Bjarnastaðahlíð í Vesturdal varð eign Hóladómkirkju á þeim ár-
um, sem Lárentíus Kálfsson var biskup á Hólum (1323—1330), og
setti hann þar stólsbú. Af ráðsmannsreikningi Hólastóls árið 1389
verður ekki annað ályktað, en að þá hafi verið stólsbú í Bjarnastaða-
hlíð (fsl. fbrs. III, bls. 430). Enn fremur má sjá af bréfi frá 1434,
að Guðmundur Sveinsson er af forráðamanni Hólastáðar ráðinn til
að vera ráðsmaður í Bjarnastaðahlíð í tvenna tólf mánuði (ísl. fbrs.
IV, bls. 549). — Sigurðarregistur ber með sér, að árið 1550 hefur
verið stólsbú í Bjarnastaðahlíð, og enn er þar stólsbú árin 1571 og
1572, sem sjá má af bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar.
Ekki verður með vissu sagt, hve lengi stólsbú hefur við haldizt í
Bjarnastaðahlíð, má vera, að það hafi ekki verið lengur en til 1600
eða tæplega það. Um 1760 býr Halldór Jónsson í Bjamastaðahlíð;
Geirlaugu dóttur hans átti Brynjólfur Tómasson; bjuggu þau þar