Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 121
FLATATUNGA CG BJARNASTAÐAHLlÐ 125 eftir Halldór, frá 1785—1818, en það ár drukknaði Brynjólfur. Þegar Hólastólsjarðir voru seldar 1802, keypti Brynjólfur Bjarnastaðahlíð, og var jörðin í eign og ábúð niðja hans og venzlafólks þeirra til 1871. Má því segja, að sama ættin — niðjar Halldórs Jónssonar — hafi búið þar nokkuð yfir hundrað ár (frá 1760 eða fyrr, til 1871). — Þegar Brynjólfur Tómasson drukknaði 7. júní 1818, tók við jörð og búi Brynjólfur sonur hans. Kona hans var Guðríður dóttir Jóns Einarssonar, sem þá bjó á Tyrfingsstöðum. Brynjólfur Brynjólfsson dó 16. júní 1821; bjó Guðríður ekkja hans í Bjarnastaðahlíð árin 1821—1824, en giftist þá Guðmundi Jónssyni, og bjuggu þau þar frá 1824—1850. Sama árið (1821) og Guðríður varð ekkja flutti Jón Einarsson faðir hennar að Flatatungu, eins og segir frá í kafl- anum um Flatatungu. Mun hann hafa veitt dóttur sinni Guðríði allmikinn stuðning í ekkjubúskap hennar í Bjarnastaðahlíð árin 1821—1824. Þegar Guðríður og Guðmundur fluttu frá Bjarnastaða- hlíð að Sölvanesi vorið 1850, tók Brjmjólfur Brynjólfsson við jörð- inni, sonur Guðríðar og fyrri manns hennar, og bjó þar til 1871. Flutti þá að Bjarnastaðahlíð Sveinn Guðmundsson og bjó þar til 1907 og afkomendur hans í karllegg síðan, til þessa dags. III. Um ,,Tungu“-skálann mikla — staðreyndir og getgátur. Skáli sá hinn mikli og merkilegi í Flatatungu var í sögum og sögnum talinn vera byggður af Þórði hreðu. Hvað sem sannleiks- gildi þess líður, má telja víst, að skálinn hafi verið mjög forn og af hagleiksmanni gjör; það sýna leifar þær sem til eru af miklum út- skurði á þiljum skálans. Fjalir þær útskornar, frá Bjarnastaðahlíð, sem geymdar eru í Þjóðminjasafni fslands, álíta sumir að komnar væru að Bjarnastaðahlíð úr skálanum í Flatatungu. Enginn veit þó nein rök fyrir því að svo sé. Helztu líkur fyrir því að svo gæti verið, eru þessar: 1. Þar eð vitað er, að báðar jarðirnar Flatatunga og Bjarna- staðahlíð voru eign Hólastóls svo öldum skipti og stólsbú haft mjög lengi á báðum jörðunum, er ekki ósennilegt, að á siglingaleysis ár- um, eða tímabilum þégar trjáviðarskortur var tilfinnanlegur, hafi sá stóri húsbóndi Hólastóll, ef á hefði þurft að halda, látið flytja nokkrar fjalarspækjur frá einu búi sínu til annars, til viðhalds og endurnýjunar á bæjarhúsum. Vafalaust er, að Flatatungu-skáli hef- ur hrörnað eins og önnur (torf)hús, og þá við endurbyggingu máske
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.