Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
var á með þetta plötusafn, að það var allt óskráð, ótölusett og því
fylgdu engar bækur eða aðrar upplýsingar. En af því leiðir, að þrátt
fyrir afarmikla fyrirhöfn og þolinmæði fyrrv. þjóðminjavarðar í að
afla upplýsinga, hefur ekki tekizt að þekkja nema tiltölulega lítinn
hluta þess fjölda af myndum, sem það hafði að geyma. Þær, sem
þekkzt hafa, voru svo skrásettar hér smám saman, og mun þar vera
að ræða um nálægt 4000 plötur, myndirnar eru þó nokkru fleiri, því
að oft eru tvær þekktar myndir á sömu plötu.
Nicoline Weyvadt var lengi búsett á Djúpavogi og rak þar ljós-
myndagerð á árunum 1874 — 1902. Plötusafn hennar er þó fremur
lítið, og keypti Þjms. það 1943. Það er skráð hér með númerunum
15232-15984.
Hinum stærri ljósmyndasöfnum, sem Þjms. hefur eignazt í nokk-
urn veginn heilu lagi ásamt bókum ljósmyndaranna með nöfnum og
númerum, hefur verið haldið sérstökum með upprunalegri númera-
röð og spjaldskrár gerðar yfir þau hvert um sig. — Ljósmyndarar,
sem þau hafa átt, eru þessir:
1. Pétur Brynjólfsson (1881—1919). Hann stofnaði ljósmynda-
stofu í Reykjavík 1904 og rak hana til 1915, en þá tók Sigríður Zoéga
við henni og rekur hana enn undir sínu eigin nafni. Pétur Brynjólfs-
son er talinn meðal allra fremstu Ijósmyndara, sem hér hafa starfað,
enda er plötusafn hans ágætt. Hann var útnefndur kgl. hirðljósmynd-
ari dönsku hirðarinnar 1907. Sigríður Zoéga afhenti Þjms. plötusafn
hans 1934. I því eru 25337 skráð númer. Síra Jón Auðuns, núverandi
dómprófastur, hefur gert spjaldskrá yfir þetta safn.
2. Jón Dahlmann (1873 — 1949) rak ljósmyndastofu í Reykjavík
frá því nokkru eftir aldamót og til um 1940. (Áður hafði hann verið
eitthvað á Sauðárkróki og Akureyri.) Ljósmyndastofu sína í Reykja-
vík rak hann stundum einn, stundum með öðrum (Carli Ólafssyni og
Ólafi Oddssyni). Þjms. keypti plötusafn Dahlmanns 1940. í því er
talsvert af myndum eftir Carl Ólafsson (1887 — 1952) frá félags-
skaparárum þeirra. (Aftur á móti er ekkert í safninu frá því tima-
bili, er Ólafur Oddsson var í félagi við Dahlmann.) I þessu plötusafni
eru 35724 skráð númer. Ungfrú Sigríður Björnsdóttir gerði spjald-
skrána.
3. Xoftur Guðmundsson (1892 — 1952). Hann hóf rekstur ljós-
myndastofu sinnar í Reykjavík 1925, og er hún starfandi enn. Loftur
var hugmyndaríkur maður og framtakssamur, enda einn af fremstu
mönnum í iðngrein sinni. Hann mun hafa orðið fyrstur íslendinga