Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 80
84 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Nú munu ókunnugir halda, að kofarnir í Snjóöldufjallgarði séu veiðimannakofar. En margt er við það að athuga. Alla tíð virðast kofar veiðimanna hafa staðið við Tjaldvatn, enda eru þeir bezt settir þar á miðju veiðisvæðinu.1) Þar er auk þess auðvelt að byggja kofa. Hraunskútar eru þar nokkrir, sem notaðir hafa verið við kofagerð- ina, byggingargrjót ágætt og talsvert af grónu landi, þar sem mátti stinga kekki til vegghleðslu. Svipaðar aðstæður eru við hin vötnin, einkum Fossvötn, en ekki er þó vitað, að þar hafi verið veiðikofar. Það sem mælir á móti því að hafa bækistöð í skútanum við Tungná er til dæmis, að þaðan er langt til veiðivatnanna. Stytzta leið til Foss- vatns, Tjaldvatns og Skálavatns er um 6 km, en sú leið er ógreið (yfir Snjóöldufjallgarð) og lítt eða ekki fær með hest. Önnur leið, skárri fyrir hest, er að fara niður með Tungná að Nátttröllinu og þaðan til vatnanna, en þá eru 8 km að Skálavatni, og lengra til ann- arra vatna. Auk þess er síðasti spölurinn að kofunum mjög torfær með hest, og viðbót væri það eftir dagsverk í vötnunum að flytja afl- ann nær tveggja tíma ógreiða leið til kofanna og þurfa að því loknu að koma hestunum á gras, þar sem heita Kvíslar, en það er enn einnar stundar ferð hvora leið. Ekki var heldur gott að skilja aflann eftir á veiðistaðnum eða verka hann þar. Áður var sá siður að herða sil- unginn á grjótgörðum, eins og Sveinn Pálsson segir frá, en við vötn- in voru hrafnar, veiðibjöllur og refir, og þurfti því að verja herzlu- garðana að staðaldri og á ýmsan annan hátt að hirða um aflann. Ég sé ékki nema eina ástæðu til þess að byggja kofana þarna í skútanum. Mennirnir, sem bjuggu þar, hafa verið að felast. Kof- arnir eru langt frá öllum leiðum manna, því að líklega hafa fjárleitir ekki farið fram á þessum slóðum fyrr en á síðustu öldum, og engar sagnir eru um að austan Tungnár hafi verið smalað lengra en í Faxa- sund, sem er allmiklu vestar. Þeir sem næst hafa farið kofunum eru þeir Skaftártungumenn, sem fóru Tungná á móts við Nátttröllið (Göndul), ef áin hefur þá verið farin þar um það leyti.2) Enn fremur hagar svo til við kofana, að þó gengið sé með ánni neðan þeirra þá sjást þeir ekki og að minnsta kosti nú hverfa allar slóðir mjög fljótt, !) Sbr. þó nafnið Skálavatn. 2) Sveinn Pálsson segir í dagb. 1795: „Skaftártungumenn stunduðu veiðarnar lengst, þar eð þeir eiga aðeins eina dagleið úr byggð. Þeir fóru Tungná austan við vötnin á móts við Tungnárfjall (nú Snjóalda, G. G.), en það vað hefur nú færzt lengra til norðausturs, upp á móts við hvassan gadd, sem heitir Göndull, en áin er þó sögð mjög ysjótt þar“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.