Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 80
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Nú munu ókunnugir halda, að kofarnir í Snjóöldufjallgarði séu
veiðimannakofar. En margt er við það að athuga. Alla tíð virðast
kofar veiðimanna hafa staðið við Tjaldvatn, enda eru þeir bezt settir
þar á miðju veiðisvæðinu.1) Þar er auk þess auðvelt að byggja kofa.
Hraunskútar eru þar nokkrir, sem notaðir hafa verið við kofagerð-
ina, byggingargrjót ágætt og talsvert af grónu landi, þar sem mátti
stinga kekki til vegghleðslu. Svipaðar aðstæður eru við hin vötnin,
einkum Fossvötn, en ekki er þó vitað, að þar hafi verið veiðikofar.
Það sem mælir á móti því að hafa bækistöð í skútanum við Tungná
er til dæmis, að þaðan er langt til veiðivatnanna. Stytzta leið til Foss-
vatns, Tjaldvatns og Skálavatns er um 6 km, en sú leið er ógreið
(yfir Snjóöldufjallgarð) og lítt eða ekki fær með hest. Önnur leið,
skárri fyrir hest, er að fara niður með Tungná að Nátttröllinu og
þaðan til vatnanna, en þá eru 8 km að Skálavatni, og lengra til ann-
arra vatna. Auk þess er síðasti spölurinn að kofunum mjög torfær
með hest, og viðbót væri það eftir dagsverk í vötnunum að flytja afl-
ann nær tveggja tíma ógreiða leið til kofanna og þurfa að því loknu
að koma hestunum á gras, þar sem heita Kvíslar, en það er enn einnar
stundar ferð hvora leið. Ekki var heldur gott að skilja aflann eftir
á veiðistaðnum eða verka hann þar. Áður var sá siður að herða sil-
unginn á grjótgörðum, eins og Sveinn Pálsson segir frá, en við vötn-
in voru hrafnar, veiðibjöllur og refir, og þurfti því að verja herzlu-
garðana að staðaldri og á ýmsan annan hátt að hirða um aflann.
Ég sé ékki nema eina ástæðu til þess að byggja kofana þarna í
skútanum. Mennirnir, sem bjuggu þar, hafa verið að felast. Kof-
arnir eru langt frá öllum leiðum manna, því að líklega hafa fjárleitir
ekki farið fram á þessum slóðum fyrr en á síðustu öldum, og engar
sagnir eru um að austan Tungnár hafi verið smalað lengra en í Faxa-
sund, sem er allmiklu vestar. Þeir sem næst hafa farið kofunum eru
þeir Skaftártungumenn, sem fóru Tungná á móts við Nátttröllið
(Göndul), ef áin hefur þá verið farin þar um það leyti.2) Enn fremur
hagar svo til við kofana, að þó gengið sé með ánni neðan þeirra þá
sjást þeir ekki og að minnsta kosti nú hverfa allar slóðir mjög fljótt,
!) Sbr. þó nafnið Skálavatn.
2) Sveinn Pálsson segir í dagb. 1795: „Skaftártungumenn stunduðu veiðarnar
lengst, þar eð þeir eiga aðeins eina dagleið úr byggð. Þeir fóru Tungná austan
við vötnin á móts við Tungnárfjall (nú Snjóalda, G. G.), en það vað hefur nú
færzt lengra til norðausturs, upp á móts við hvassan gadd, sem heitir Göndull,
en áin er þó sögð mjög ysjótt þar“.