Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 3
ÞJÖÐMINJASAFN ISLANDS
9
grefti á rústum, sem kenndar eru við hof, því engir þeirra hafa
staðizt gagnrýni síðari tíma.
Eitt er það verkefni í rannsókn fornleifa, er ég tel öðrum frem-
ur nauðsynlegt að fá unnið, en það er rannsókn á hinni fyrstu ból-
setu manna hér á landi, þ. e. Papanna. Um hérvist þeirra höfum
við engin talandi tákn önnur en nokkur örnefni og fáorðar skráðar
heimildir, og hinir fornu rómversku peningar, er fundust á Austur-
landi (Bragðavöllum og Hvaldal), gætu jafnvel bent til mannaferða
hér fyrir tíð Papanna. Langmerkasta frásögnin um veru Papa hér
er í Islendingabók Ara fróða. Þar segir: „Þá voru hér menn kristnir,
þeir er Norðmenn kalla papa. En þeir fóru síðan á braut, af því að
þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu eftir bækur írskar
og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja, að þeir voru menn írskir".
Nokkru fyllri er þessi frásögn í Landnámu: „En áður ísland byggðist
af Noregi, voru þar þeir menn, er Norðmenn kalla Papa. Þeir voru
menn kristnir, og hyggja menn, að þeir væri vestan um haf, því að
fundust eftir þeim bækur írskar, bjöllur og baglar og enn fleiri
hlutir, þeir er af mátti skilja, að þeir voru Vestmenn; það fannst í
Papey austur og í Papýli; er og þess getið á bókum enskum, að í
þann tíma var farið milli landanna". Almennt hafa þessar frá-
sagnir verið skildar svo, að Papar hafi yfirgefið landið strax og
landnámsmennirnir komu og ekki haft neitt samneyti við þá og
enga afkomendur látið eftir sig hér. Nokkrir erlendir fræðimenn
álíta þó, að Papar muni hafa blandazt landnemunum og eigi af-
komendur hér og til þeirra megi að nokkru rekja keltnesk auð-
kenni með þjóðinni. En sagn- eða fornfræðilegur grundvöllur er ekki
fyrir þessari skoðun. Fyrir því má þó ekki loka augunum, að sumt í
frásögn Ara er torkennilegt. Helgir menn skilja ekki við sig helga
gripi, sem auðvelt er að flytja með sér, s. s. bækur, bjöllur og bagla,
af frjálsum vilja. Hafi Paparnir getað yfirgefið landið, er Norð-
menn komu hingað, er jafnvíst, að þeir hafa haft þessa gripi á
brott með sér. En nú segja heimildirnar berum orðum, að það sé
einmitt af þessum og öðrum gripum, að landnemarnir ályktuðu, að
um Papa eða Vestmenn væri að ræða, og er þessi ályktun merki-
leg fyrir þær sakir, að hún er sú fyrsta þjóðfræðilega athugun
sinnar tegundar, sem gerð er hér á landi, og sýnir, að landnemarnir
hafa kunnað góð skil á keltneskum munum. Nærtækast er að álykta,
að annaðhvort hafi landnemarnir rænt þessum gripum af Pöpum
eða, sem líklegra er, að hinir síðustu Papar hafi borið hér beinin