Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 145
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
151
3. Útskurður í kringlóttum reit á miðri lokplötunni. Þrír sam-
miðja, ristir hringar. I miðju mun vera fangamark, ef til vill ihs,
gert úr bandlaga stönglum, sums staðar með innri útlínum. Enda
þeir á eins konar blaðskúfum. Skorið niður um 2 mm eða svo milli
bókstafanna. í ræmunni utan við er vafteinungur, nokkurn veginn
jafnhátt upphleyptur. Stönglarnir ekki meira en 2—3 mm á breidd,
flatir og sléttir. Blað á stilk fyllir út í hverja bylgju. Er það odd-
hvasst og kemur skrýtilega fyrir sjónir, vegna fjölda skarða og
ristra lína. Minni blöð höfð til uppfyllingar í hornunum. Fjögur slík
skrýtin blöð eru í yztu ræmunni, tvö og tvö snúa oddunum saman. Að
öðru leyti ýmis undarleg tákn, líklega rúnir, öll upphleypt. — Verkar
dálítið stirðlegt og brúnahvasst.
4. Verður ekki ráðið að sinni (sbr. 5).
5. Torráðnir stafir, sem líkjast rúnum.
6. Safnskýrslan: Dalasýsla, fslandi. Keyptar á kr. 1,25.
7. Safnskýrslan: 18. öld. Beykispónsöskjur, eru umbúðir frá
Danmörku.
[Ekki lesið úr áletruninni.]
1. 0. 332. (X 132.) Trafaöskjur úr beyki. Kringlóttar. Trénegling
og nýrri messingarnaglar. Samskeytin saumuð með tágum. Þvermál
um 21. H. 11,5.
2. Marga trénagla vantar. Neðri askjan, og sérstaklega botn-
platan, maðksmogin. Stórt stykki vantar í botnplötuna og önnur
minni. Brúnbæsaðar.
3. Útskurður á lokplötunni, og á hliðum loks og neðri öskju, allur
lágt upphleyptur. Tilhögunin á lokplötunni byggist á sammiðja
hringum. í kringlóttum miðreit er ihs-fangamark úr flötum böndum,
um 1 sm á breidd, með innri útlínum og mörgum höftum. Yfir bók-
stöfunum er lítil mynd, ef til vill fugl með þanda vængi. Fyrir
utan er svo hringur með höfðaletri, og yzt einfaldur bylgjuteinung-
ur( fremur dreginn upp með ristum en upphleyptur). Lágar bylgjur,
sem allar fyllast með þríflipa blaði. Sums staðar innri útlínur.
Tvær höfðaleturslínur á hlið loksins. Á hlið neðri öskjunnar, nálægt
neðri brún, er vafteinungur af svipaðri gerð og sá, sem er á lok-
plötunni, en hér greinilega lágt upphleyptur. Stöngullinn lítið eitt
breiðari, eða liðlega 1 sm á br. — Bókstafirnir þokkalega gerðir.
Jurtateinungarnir klunnalegir.
4. Hvorki dagsetning né ártal.