Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 177
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
183
skiptir lokinu í tvennt. Gert við það með kopar- og trébótum. Brún-
bæsuð.
3. Nokkur strikheflun á handfanginu. Útskurður á lokinu. Ofan
á hlýrunum eru naglskurðarbekkir. Annars staðar á lokinu er lágt
upphleypt, samhverft jurtaskreyti og kílskurðarröð meðfram ytri
brún. Tveir stönglar, sem spretta frá hlýrunum, liggja hvor yfir
annan á miðju lokinu, þar sem lítið bandfléttumunstur myndast, því
stönglarnir klofna hér í tvennt eftir hinni ristu miðlínu. Báðir
stönglarnir skiptast í tvær greinar, sem ganga sín í hvora áttina
og vefjast upp líkt og sívafningar. Höft við greinamótin. Sprettur
þar lítill stilkur, sem ber blóm með tveimur oddhvössum og tveimur
kringlóttum krónublöðum. Greinarnar tvær næst handfanginu bera
hvor um sig útsprungið blóm með fjórum tungulaga og einu odd-
hvössu krónublaði, auk lítils blómknapps. Fremri greinarnar, sem
fléttast hvor um aðra, enda á stórum hnúð og fáeinum kólfmynduð-
um blöðum. Frá öllum greinunum spretta auk þess einstök, lítil og
tungumynduð blöð og minni greinar, með undningum og blöðum.
Hjá rótum beggja aðalstönglanna myndar innri helmingur þeirra
hjartalaga mynd með tveimur hnúðum og kólf innan í. Eru hnúð-
arnir, blöðin og blómin skreytt höftum, naglskurði og kílskurði. —
Mjög þokkalega unnið.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. Áletrun engin.
6. Á miða í lokinu: Kanna, frá Keldum, Islandi. Stóð við stofu-
dyrnar, fyllt „blendingi af mysu og vatni“. M. 1108. Safnskýrslan:
Frá Keldum, Islandi. Keypt á 2 kr.
7. Safnskýrslan: 18. öld. Haustið 1903 stóð til boða svipuð ís-
lenzk trékanna. Um hana var sagt, að hún hefði staðið við dyrnar
að stofunni, fyllt blendingi af mysu og vatni, og að þyrstum komu-
mönnum og gestum hefði verið vísað á hana.
Safnskýrslan um gjarðirnar: „sú neðsta sexföld".
8. Safnskýrslan: Tidsskr. f. Kunstindustri 1889, mynd 56 og 57.
1. M. 12í2. Staup. Úr beyki (?). Eins og bikar með loki. Rennt.
Laus hringur utan um stéttina. H. 17,5. Þvermál um 11.
2. Fáeinar sprungur og smástykki hafa dottið úr. Maðksmogið.
Ómálað.
3. Skreytt með skorum í brúnirnar, og auk þess með borðum úr
ristum línum og skorum. (Vafamál hvort hægt er að kalla þetta