Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 35
PORN RÖGGVARVEFNAÐUR
41
afstaða þeirra í grunninum er óregluleg. Flosgerð þessi útheimtir
fremur langa þræði, en allir þræðir, sem varðveitzt hafa, eru í
sundur; mældist hinn lengsti þeirra 4 sm. Efnið er ljósleitt að öðru
leyti en því, að á hluta af flosþráðunum vottar fyrir rauðbrúnum
lit. Ekki er talið útilokað, að efnið sé af útlendum uppruna.34
f víkingakumli frá um 850 til 900, að Kildonan á eyjunni Eigg
undan vesturströnd Skotlands, hefur meðal annars fundizt bútur
af röggvuðum ullardúk, sem talinn e,r vera hluti af skikkju. Grunnur
13. mynd. Skýringarmynd af röggvar-
vefnaöi úr ull frá Valsgárde í Svíþjóö, um
750 e. Iír. Úr Arvidsson, op. cit., 68.
mynd. — Method of inserting pile in
ivoollen fabric from Valsgárde, Siveden,
about 750 A. D.
hans er með einskeftuvend og eru 7 til 9 þræðir á hvern sm í uppi-
stöðu, en 4 í ívafi. Uppistaðan er z-spunnin, fíngerð og snúðhörð,
en ívafið s-spunnið, gróft og snúðlint. Flosþræðirnir eru s-spunnir
og snúðlinir, og mældist lengsta röggin 4 sm. Vegna þess hve bút-
urinn er þófinn og skaddaður, er erfitt að ganga úr skugga um
flosgerðina. Hún mun þó vera nokkurn veginn eins og 14. mynd
sýnir, þ. e. flosþræðirnir lagðir í skilið undir tvo þræði hver; að
minnsta kosti finnast engir hnútar. Röggvarnar virðast liggja ofan á
ívafsþráðunum fremur en á milli þeirra.35 Ekki er unnt að ganga
úr skugga um, hvort fleiri en einn ívafsþráður hafi verið milli
röggvaraðanna, þar eð flosþræðirnir hafa e. t. v. dottið úr.36