Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 34
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þessar fáu og sundurleitu heimildir gefa mjög ófullkomna hug-
mynd um flosvefnað þann, sem unninn var til forna í hinum ná-
lægari Austurlöndum og Evrópu. Þó verður lesið úr þeim, að flos-
vefnaður er ævaforn vefnaðargerð og afbrigði hans hafa snemma
orðið talsvert fjölbreytileg. Athyglisvert er, að flosuð efni hafa
strax á öðru árþúsundi f. Kr. þekkzt í löndum, sem eru jafnfjarlæg
hvort öðru og Egyptaland og Danmörk, þótt flosgerðir og vefjar-
efni hafi verið mismunandi. Gefa heimildirnar og til kynna, að
flosuð efni hafi frá upphafi aðallega verið höfð í teppi og hlífðar-
föt ýmiss konar. Vefnaðarleifar þær röggvaðar, sem fundust frá
þessum tíma, eru flestar með ofnu flosi fremur en saumuðu.
Vestur- og norður-evrópskur röggvarvefnaður
frá um 600 til 1200.
Eins og áður er getið, fannst röggvarsaumuð skikkja frá brons-
öld í Danmörku. En þótt margvíslegar leifar vefnaðar frá járnöld
hafi fundizt þar í landi, vottar ekki fyrir flosi á neinum þeirra.32
Hins vegar hafa fundizt þar — og einnig í Svíþjóð og Noregi —
gullþynnur með krotuðum og þrykktum mannamyndum, e. t. v.
verndargripir eða frjósemistákn, sem taldar eru vera frá tímabilinu
600 til 1000. Virðast sumir mennirnir, sem myndaðir eru á gripum
þeim, sem fundust í Danmörku, bera röggvaðar skikkjur,33 en ekki
verður úr því skorið, hvort um röggvarfeldi eða skinnfeldi er að
ræða.
í Svíþjóð hafa hins vegar fundizt leifar röggvarefna í tveimur
kumlum frá síðari hluta járnaldar. Eldra kumlið er svonefnd gröf
nr. 6 hjá Valsgárde frá um 750. 1 þessu kumli fundust meðal ann-
arra vefnaðarleifa bútar af flosofnum ullardúk, sem talið er, að hafi
upprunalega verið ábreiða eða kannski öllu heldur skikkja, þar eð
vefnaðurinn er mjög smágerður. Voru leifar af flosþráðum og
ofnum flosdúk dreifðar yfir hér um bil 1,50X0,85 m stórt svæði í
kumlinu. Grunnur efnisins er með vaðmálsvend yfir tvo, undir tvo
þræði. Uppistaðan er að mestu s-spunnin, en ívafið z-spunnið. Uppi-
staðan er að því er virðist oft snúðlinari en ívafið. Eru 28 þræðir á
hvern sm í uppistöðu og 8 í ívafi, en álitið er, að þræðir ívafsins
hafi gliðnað frá því sem var í upphafi. Röggvarnar eru ofnar í
eins og sýnt er á 13. mynd. Venjulega eru flosþræðirnir, sem eru
z-spunnir, lagðir utan um tvo eða þrjá uppistöðuþræði, en innbyrðis