Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 15
forn röggvarvefnaður
21
ekki eins snúðhörð og uppistaða stærri pjötlunnar. ívafið er s-
spunnið, snúðlint og gróft. Vendin er vaðmálsvend, yfir tvo, undir
tvo þræði. Eru 7 þræðir á hvern sm í uppistöðu, en 4 í ívafi. Efnið
er gisnara en efnið í stærri bútnum og virðist einnig vera unnið
af minni vandvirkni; eru á því ýmsir vefnaðargallar og röggvarhnút-
arnir sjást sums staðar á röngunni.
Eins og á hinum bútnum eru röggvarnar hnýttar í uppistöðuna í
röðum með nálega tuttugu þráða millibili milli hnúta og fjórum
ívafsfyrirdrögum milli raða. Aðferðin við hnýtinguna er aðeins
frábrugðin í einu smáatriði. Á stærri hlutanum er toglagðinum
brugðið til hægri yfir tvo þræði og síðan aftur til vinstri undir
sömu þræði neðan við þar sem áður var farið, en á minni hlutanum
er lagðinum brugðið aftur til vinstri ofan við þar sem áður var
6. mynd. a: Tyrkneskur hnútur. b: Persnesk-
ur hnútur. c: Spænskur hnútur. Úr Sylwan,
Svenska ryor, op. cit., bls. 69. — a: Tlie
ghiordes knot. b: The senna knot. c: The
Spanish knot.
farið (sbr. 5. mynd).G Engar áfastar vefnaðarleifar er að finna á
þessum hluta, né heldur þræði eða lykkjur.
Aörar klæðaleifar. Svo sem áður var frá sagt, er röggvarvefnaður-
inn frá Heynesi alveg einstæður fundur á íslandi. Barnavettling-
arnir, sem þar fundust einnig, eru úr venjulegu vaðmáli, og vottar
hvergi fyrir röggvum á þeim. Þá hafa fundizt talsverðar leifar af
ullarvefnaði, bæði einskeftum og með vaðmálsvend, við uppgröft
á Bergþórshvoli. Eru sumar þeirra taldar vera frá miðöldum, en
engar leifar af röggvarvefnaði er þar að finna.7 Sömu sögu er að
segja um aðrar fornar vefnaðarleifar íslenzkar, sem fundizt hafa.8
Nokkra sérstöðu í þessu efni hefur þó vettlingur eða vöttur (Þjms.
1940), saumaður úr mórauðu vaðmáli, er fannst 1881 að Görðum
á Akranesi, þegar grafið var í hól, þar sem skemma eða hjallur
hafði staðið. Lá vötturinn ofan á steinlagningu á tæplega 3V2 m
dýpi við rætur hólsins, en jarðvegurinn ofan við hann bar þess
greinileg merki, að þar hafði hvert húsið verið reist á rústum