Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 189
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1961
195
með messu Gísla prófasts Brynjólfssonar þar hinn 3. september.
Gísli Gestsson safnvörður flutti erindi í bænhúsinu um sögu þess og
viðgerð. (Um bænhúsið á Núpsstað er grein eftir Gísla Gestsson í
Árbók 1961).
Hafin var gagnger viðgerð á Hóladómkirkju í Hjaltadal. Hróbjart-
ur Jónasson smiður á Hamri í Hegranesi tók að sér að yfirfara allan
múrinn að utan og gera við hann eftir þörfum, svo og fara ræki-
lega yfir alla glugga og gera við þá. Þjóðminjavörður var á Hólum
9. júlí ásamt Birni Rögnvaldssyni og lögðu þeir sameiginlega á ráð
um, hvernig að þessu máli skyldi unnið. Verkið var síðan unnið
samkvæmt áætlun, en ætlunin er að laga kirkjuna innan á næsta
ári.
Sigurður Egilsson var á Keldum á Rangárvöllum um hálfsmán-
aðartíma í júní og gerði við skálaþekju og endurnýjaði stafnþil á
hjalli, smiðju og litluskemmu og endurreisti mylnuhús við læk.
Nokkuð var lagað til í bænum í Laufási og þangað flutt fleira
af gripum, sem konur í hreppnum hafa safnað. Var bærinn opinn
fyrir gesti og hafði Elís Gíslason umsjón með honum. Töluvert
vantar þó á að bærinn sé svo búinn innan sem bezt væri.
Veigamesta verkefnið, sem lagt var í á þessu ári, var smíði skála
yfir hákarlaskipið Ófeig, sem Pétur bóndi Guðmundsson í Ófeigs-
firði í Strandasýslu gaf safninu 1940. Skipið hefur ekki verið
gert út á veiðar síðan 1915, en þjóðminjavörður kostaði allmikla
viðgerð á því 1940. Síðan hefur ekkert verið fyrir það gert annað
en það, að Pétur bóndi hefur annazt árlegt eftirlit með því. Nú var
ákveðið að reisa skála yfir skipið á Reykjum í Hrútafirði, sökum
þess að þar er menningarmiðstöð fyrir Strandasýslu og Vestur-
Húnavatnssýslu og þar hagar að mörgu leyti vel til, þar er m. a.
jarðhiti og staðurinn liggur við alfaraveg. Teiknistofa landbúnað-
arins gerði uppdrátt að skýlinu, en Hákon Kristjánsson húsasmíða-
meistari sá um bygginguna. Jóhann Guðmundsson formaður á
Hólmavík tók að sér að flytja skipið frá Ófeigsfirði inn að Reykjum
og tókst það vel. Kom Ófeigur að Reykjum hinn 10. júní. Skýlið
komst undir þak fyrir haustið, og var þá skipið flutt inn í það, en
mikið verk er enn eftir, bæði ýmis frágangur á húsinu og viðgerð
skipsins sjálfs. Komið hefur til mála að Strandasýsla og Húnavatns-
sýslur reisi byggðasafn á Reykjum, sem næst skipsskýlinu, en það
mál er enn ekki komið á framkvæmdastig.