Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 72
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og fjöður efst voru flatslegin. Eins og af þessu má sjá, er örðugt
að greina spjótið til ákveðinnar gerðar, en þó er það svipaðast K-gerð
Jans Petersens.1 Á þeim spjótum eru þó ekki útstæðir geirnaglar.
K-gerðin er talin frá síðari hluta víkingaaldar, og má ætla, að þetta
spjót sé frá þeim tíma.
Skrautmunstrið á fal þessa spjóts, einkum lykkjumunstrið, e.r
ákaflega sjaldséð. Mér er ekki kunnugt um nema fjögur spjót
önnur með sama eða mjög líku munstri, og ekki hef ég komið auga
á það á öðrum hlutum. Líkust eru tvö sænsk spjót. Annað er frá S.
Ásum, Skáni, með 4 lykkjubekkjum mjög líkum þeim, sem eru á
þessu spjóti, en þríhyrningarnir á milli lykkjubroddanna eru skreytt-
ir með samsnúnum silfur- og koparvír. Hitt spjótið er frá Vásters,
Boge-sókn á Gotlandi. Það er aðeins með 3 lykkjubekkjum, og á milli
þeirra eru mjóir bekkir úr samsnúnum brotnum böndum. Þá eru
enn tvö spjót, annað frá Tingstáde á Gotlandi og hitt frá Paretz,
Kr. Osthavelland, Mark Brandenburg, það sænska með 4 og það
þýzka með 3 lykkjubekkjum og grannir skrautbekkir á milli. Lykkj-
ur þessara síðustu spjóta tveggja eru með beinni og stirðlegri
línum en á hinum spjótunum, en heildarsvipur þeirra allra er mjög
líkur, einkum hvað lögun spjótsins sjálfs snertir.2 Þriggja banda
fléttur virðast sjaldgæfar sem skreytingar á spjótum. Líkar fléttur
þeim á Kotmúlaspjóti eru þó á spjóti frá Brunkeberg sókn, Hviteseid
í Noregi, og áþekk flétta er á öðru norsku spjóti frá Alvsöy í Nesna
sókn, en þá spjótgerð telur Jan Petersen austræna.3 Svipuð flétta er
á dönsku silfurreknu spjóti frá Ekenor á Falstri4 og einnig á silfur-
skreyttum aktygjaboga úr bronsi frá Birka í Svíþjóð.5 Bandfléttur
eru auk þess algengar á gömlum rúnasteinum á Gotlandi og í írskum
og enskum skreytingum, en þó venjulega með sljóum hornum. Síðar
eru þær algengar, t. d. á íslenzkum tréskurði og víðar.
Márta Strömberg telur öll þessi spjót frá lokum víkingaaldar
eða ekki eldri en frá 10. öld. Hún álítur, að þau muni vera smíðuð
á Gotlandi, enda tvö fundin þar og hin tvö skammt frá, og silfur-
skreytingar vopna kunnar þar á þeim tímum. Enda þótt þetta spjót
sé nokkuð frábrugðið hinum og langt sé til Fljótshlíðar frá Gotlandi,
þykir mér samt trúlegast, að þau séu öll ættuð frá sama stað og
líklegast, að það sé frá Gotlandi. Það sem mest er frábrugðið
sænsku spjótunum á þessu íslenzka spjóti eru þriggja banda flétt-
urnar, en eins og fyrr getur eru þær kunnar á austrænum spjótum
og eru auk þess svo algengar, að ekki má taka of mikið tillit til þeirra.