Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 185
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1961
Starfslið. Kristín R. Thorlacius, bókari safnsins, var í orlofi frá
ársbyrjun til 1. febrúar, og gegndi Nanna Bjarnadóttir störfum
fyrir hana. Kristín sagði starfinu lausu frá 1. júní, og hafði hún þá
verið starfsmaður safnsins frá 15. janúar 1956. í hennar stað var
f.vrst ráðin Guðbjörg Kristjánsdóttir, þá Hallveig Thorlacius, en
þær hurfu báðar frá störfum eftir stuttan tíma, og loks var Karla
Kristjánsdóttir ráðin í starfið frá 1. nóvember. Guðmundur Þor-
steinsson frá Lundi vann á safninu fjóra mánuði (febr.—maí) og
gegndi þá um leið helztu húsvarðarstörfum, en þá tók við þeim
Halldór J. Jónsson, cand. mag., sem jafnframt vann almenn safn-
störf. Eftir samkomulagi við menntamálaráðuneytið var Halldór
síðan ráðinn frá 1. september til að vera aðstoðarmaður í safninu,
vinna nauðsynleg húsvarðarstörf, en jafnframt almenna safnvinnu
eftir ráðstöfun þjóðminjavarðar.
Elsa E. Guðjónsson M. A. vann nokkuð sem aukamaður í desember
og byrjaði að gera spjaldskrá um textíla safnsins.
Almenn safnstörf. Störfin innanhúss voru með líku sniði og að
undanförnu. Gísli Gestsson hafði umsjón með daglegu starfi og
stjórnaði sýningum, annaðist auk þess allar myndatökur og vann
mikið að varðveitingu safnmuna. Þorkell Grímsson hélt áfram skrá-
setningu safngripa, og skráði gripi frá árunum 1953 og 1954, Þjms.
15344—15378, alls 34 númer. Hann vann einnig að undirbúningi að
byggingu Ófeigsskála, sem síðar getur, en síðustu mánuði ársins
vann hann eingöngu við að rannsaka skjallegar heimildir um stað-
setningu bæjarhúsa í Reykjavík á fyrri öldum og innréttingarhús-
anna síðar. Halldór J. Jónsson skipulagði bókasafnið og undirbjó
skrásetningu bókanna. Guðmundur Þorsteinsson vann við aðgerðir
safngripa, meðan hann var hér. Gefur að skilja, að hér er aðeins
drepið á það allra helzta, enda engin leið að telja upp öll þau verk,
sem daglega ber að höndum í safninu og safnmennirnir verða að inna
af hendi.