Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 112
118
ARBÓK fornleifafélagsins
verði úr silfri og verði gefnir út 10 þús. 10 kr. peningar, 10 þús. 5
kr. peningar og 20 þús. 2 kr. peningar, eða samtals að gildi 190 þús.
kr. Gert er ráð fyrir, að helmingur upplagsins verði seldur erlendis.
Lagaheimild þarf til þess, að minnispeningarnir verði gjaldgeng
mynt.“4
Frumvarpið var lagt fram til umræðu í efri deild 11. apríl, og eftir
nokkrar umræður var það samþykkt sem lög 4. maí 1929, undirrit-
uð af konungi 14. júní.5 I umræðunum kom ekkert sérstakt fram,
sem markvert er í þessu sambandi, nema helzt það að til orða kom,
að upplagið væri helzti lítið, einkum af smærri peningunum, ,,þvi
að margir hátíðargestir munu sækjast eftir þeim, t. d. Vestur-lslend-
ingar“.6 Upplagið var þó ekki aukið. Ekki verður séð af umræðun-
um, að gróðasjónarmið hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að gefa út
þessa peninga, heldur fyrst og fremst vilji til að hafa á boðstólum
smekklega minjagripi handa hátíðargestum og öðrum sem áhuga
kynnu að hafa á hátíðahöldunum.
1 utanlandsför sinni snemma á ári 1929 leitaði framkvæmdastjóri
hófanna um gerð peninganna erlendis, en þar eð ætlunin var, að
þeir gætu orðið gjaldgeng mynt, ákvað alþingishátíðarnefndin, að
aðeins skyldi leitað til opinberra myntsláttufyrirtækja. Á fundi 80.
sept. lagði framkvæmdastjórinn fram þrjú tilboð, er borizt höfðu,
frá Royal Mint í London, Joh. Witzig & Co í Miinchen og Adminis-
tration des Monnaies & Médailles í París. Ákveðið var þá á funid-
inum að taka þýzka tilboðinu og fela framkvæmdastjóra allar frek-
ari ráðstafanir í þessu efni.
Minnispeningarnir voru slegnir hjá Sáchsische Staatsmiinze í
Dresden,. og sá bankinn Joh. Witzig & Co í Miinchen um það. Upp-
lagið var eins og ráð er fyrir gert í greinargerð lagafrumvarpsins,
10 þús. + 10 þús. + 20 þús.7 Hins vegar voru þau frávik, að 2 kr.
peningarnir eru úr bronsi, en ekki silfri. Búið var um peningana í
snotrum öskjum, sem bankinn útvegaði, 9 þús. undir 10 kr. peninga,
4 Alþingistíðindi A 1929, bls. 823—824 og 1169—-1170.
5 Stjórnartíðindi 1929, bls. 56.
6 Alþingistíðindi B 1929, bls. 2860—2880.
7 Því miður varð höfundi þessarar greinar á að gefa ónákvæmar upp-
lýsingar um upplagið í bréfi til Georgs Galsters 28. 8. 1959, af því að hann
hélt, að jafnmikið hefði verið slegið af öllum peningunum. Sbr. Nordisk
numismatisk unions medlemsblad 1959, bls. 33. Þessi mistök leiðréttast hér
meS.