Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 186
192
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þjóðminjavörður dvaldist erlendis 9. ágúst til 18. september. Sótti
fyrst víkingafund í York á Englandi og flutti þar erindi, fór síðan
í boði Evrópuráðsins til írlands og kynnti sér þar söfn og forn-
minjar, en þaðan fór hann til Björgvinjar til að vera fulltrúi
safnsins við vígslu Hákonarhallarinnar.
Sýningar og aSsókn. I samráði við menntamálaráðuneytið var
tekin upp sú nýbreytni að hafa safnið opið á hverjum degi þá þrjá
mánuði sem mest er um ferðafólk í bænum, júní—ágúst. Hið gamla
fyrirkomulag með aðeins fjóra sýningardaga í viku var orðið alveg
óviðunandi, bæði fyrir safnið og safngesti, enda reyndist hin nýja
tilhögun ágætlega, og voru skráðir safngestir miklu fleiri en
nokkru sinni áður, 86.270. Margir tignir gestir sóttu safnið heim,
meðal þeirra Ólafur Noregskonungur sem hingað kom með föru-
neyti sínu 1. júní.
Eftirtaldar 17 sýningar voru haldnar í bogasalnum á árinu:
Elías B. Halldórsson, teikningar, 4—12. febrúar.
Ottó Gunnlaugsson, málverkasýning, 18.—28. febrúar.
Litli ljósmyndaklúbburinn, ljósmyndasýning, 8.—12. marz.
Alliance Frangaise, eftirprentanir franskra málverka, 1—10.
apríl.
Jón E. Guðmundsson, sýning á barnateikningum 11.—16. apríl.
Menntamálaráðuneytið, sænsk graflistarsýning, 29. apríl—14. maí.
maí.
Jóhann Briem, málverkasýning, 20.—28. maí.
Afmælissýning Jóns Sigurðssonar, 16. júní—16. júlí.
Sigurður Kristjánsson, málverkasýning, 22. júlí—2. ágúst.
Kristján Davíðsson, málverkasýning, 2.—10. september.
Sigurjón Ólafsson, höggmyndir, 14.—20. september.
Siguringi E. Hjörleifsson, málverkasýning, 23. sept.—3. okt.
Garðar Loftsson, málverkasýning, 7.—17. október.
Guðmunda Andrésdóttir, málverkasýning, 21.—29. október.
Bjarni Guðmundsson, málverkasýning, 4.—12. nóvember.
Magnús Á. Árnason, málverkasýning, 17.—26. nóvember.
Iðnminjasýning, 1.—11. desember og 28.—30. desember.
Þjóðminjasafnið sá um að setja upp sænsku graflistarsýninguna
fyrir menntamálaráðuneytið, og var það einkum verk Þorkels Gríms-
sonar. Afmælissýningu Jóns Sigurðssonar hélt safnið í samstarfi við
Félag íslenzkra fræða, og var hún opnuð með viðhöfn. Menntamála-