Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 152
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
við grannan, sléttan hring liggur svo vafteinungur, nánast dreginn
upp með ristum línum, en dj úpur skurður í hornunum utan við stöngl-
ana, svo að hann verður dálítið upphleyptur. Á stönglinum er að kalla
alls staðar rist miðlína og í hverri bylgju undningur með oddhvössu
hnakkablaði. Hér og hvar á stönglinum eru þríhyrndar skipaskurðar-
stungur, tvær og tvær saman og hvor gegnt annarri. Innan við
teinunginn er svo aftur grannur hringur, og loks er rist fangamark
og ártal á kringlóttan reit í miðjunni. Stór lágt upphleyptur vaf-
teinungur er á hlið loksins. Stöngulbreiddin allt að 3 sm. Innri út-
línur og mörg höft. í hverri bylgju, er undningur og oddhvasst og
sveigt blað, sem er dálítið kúpt innan við útlínurnar. Lítil, oddhvöss
blöð (eða bönd lögð hornrétt?) eru til uppfyllingar við efri og neðri
brún. — Frágangur sómasamlegur. Verið getur, að útskurðurinn á
plötunni sé ekki eftir sama tréskera og hliðarnar.
4. 1809.
5. Höfðaleturslínurnar, innri hringur:
ueRtBæde i uoku, og Blund uafin iesuormum standehu
Ytri hringur:
0Rhau|ns æd og und|oPinþieR a daudastund|dag 14
[tölustafirnir ristir] mai|þgshs0|
Rista fangamarkið í miðreitnum: Þ Þ D .
6. Safnskýrslan: Frá íslandi.
7. I safnskýrslunni stendur auk ráðningar á áletruninni: Vísan
er eftir Þorlák prófast Þórarinsson (f. 1711, d. 1773) og er réttar
fariðmeð hana í Þorlákskveri (síðasta útg. Kaupmh. 1858, bls. 186):
Vertu hér í vöku og blund
vafin Jesú örmum,
standi hver hans æða und
opnoð’ þér á dauðastund
[Á eftir fer dönsk þýðing, og svo:]
NB ártalið mun ekki yngra en sjálfar öskjurnar.
1. Uh—1931. öskjur úr furu. Kringlóttar. Er nú fest saman með
járnnöglum og tittum. Tágar. Þvermál 14—14,5. H. 6,3.
2. Slitnar. Flísazt hefur úr brúnunum. Helmingur botnplötunnar
laus. Ómálaðar.
3. Útskurður hjá samskeytum hliðanna, aðallega milli tágasaum-
anna, og á báðum plötunum. Munstrin að mestu leyti dregin upp
með ristum línum. Botnplatan: í miðju er stór rósetta í hring.