Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 154
160
ARBOK fornleifafélagsins
og eru á því tvær kílskurðarstungur. Auk þess tveir hvolfskurðir. Á
hlýrunum (báðum megin uppistöðunnar) eru tveir skipaskurðarborð-
ar. Á lokinu er niðurröðun byggð á sammiðja hringum. Upphækkað
band rétt innan við yztu brún. Er það skreytt smáum skorubekkjum,
kílskurðarstungum og þríhyrndum skipaskurðum. Frá þessu bandi
og beint inn að miðj u ganga smáir skipaskurðarborðar og til skiptis
við þá stjörnur úr þríhyrndum skipaskurði. Miðhlutinn lítið eitt upp-
hækkaður. Er hann myndaður af hring með stórri skipaskurðar-
stjörnu, sexblaðarós, og liggja blöð út milli aðalblaðanna og skipa-
skurður milli þeirra á sama hátt, svo að oddarnir á stjörnunni verða
alls 24. — Þokkalega unnið.
4. ANNO 1794.
5. Engin önnur áletrun? (I safnskýrslunni segir: Á brún hins
eiginlega eyra eru útskornir þrír bókstafir-------(„höfðaletur"),
sem eru þó næstum útmáðir (i [?| u k eða þessu líkt).)
6. Safnskýrslan: Frá Islandi. Fengið frá Nationalmuseet II.
7. Safnskýrslan: Úr aski var étinn mjólkurmatur.
8. Safnskýrslan: Mynd í Tidsskr. f. Industri 1903, bls. 147
(mynd 16).
1. M. 1176 b. (11—1923). Askur úr furu. Venjulegt lag. Allar
gjarðirnar þrjár úr tré. Br. 25,2. H. 14.
2. Nokkuð maðksmoginn. Botninn hefur færzt úr stað og skekkzt.
Smásprungur. Flísazt hefur úr lokinu. Ómálaður.
3. Útskurður á bol, eyrum og loki. Tvær höfðaleturslínur liggja
umhverfis bolinn. Lágt upphleypt, samhverft stönglaskreyti á lokinu.
Spretta greinarnar frá reitnum við uppistöðuna. Vefjast í sívafn-
ing. Stöngulbreiddin 1—2 sm. Innri útlínur. Tvö oddhvöss, fjaður-
strengjótt blöð. Einn ávöxtur, mjór til endanna, og á honum skipa-
skurður, og skilin eftir kringla í skurðinum. Ártal sviðið á upp-
hleypta reitinn við uppistöðuna. Á honum er einnig, báðum megin
uppistöðu, bekkur úr tungum og í hverri tungu þríhyrndur skipa-
skurður. Á hliðum eyrans og uppistöðunnar eru þríhyrndir skipa-
skurðir, langir og íbjúgir. Á uppistöðunni eru tvö blöð, oddhvöss og
sveigð. Er skorið úr þeim frá annarri brún að miðtauginni og frá
miðju niður að hinni brúninni. Litlar, ristar hliðartaugar. Yzt á
eyranu eru tvær lóðréttar kílskurðarraðir. Höfðaleturslína yzt á uppi-
stöðunni. — Allsnotur frágangur.
4. 1798.