Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 143
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
149
einnig ofan við nasirnar. Milli augna og trýnis er lágt upphleypt,
samhverft stönglaskrautverk. Lóðrétt kílskurðarröð báðum megin á
höfðinu. Báðum megin á hinni fremri útvíkkun er stönglaskraut,
samhverft út frá láréttum miðmöndli. Lágt upphleypt. (Atriðin tvö
ekki eins). Tvenns konar bandfléttuverk báðum megin á hinni út-
víkkuninni. Á miðborðanum á lokinu er ein lína. Á annarri kringl-
unni er lágt upphleyptur kross, með smágerðu stönglaskrauti milli
armanna. Ofan á hinum hálfsívala enda eru framan við hnappinn
rist boglína og tvær þríhyrndar skipaskurðarstungur. Á hina kringl-
una er rist stjörnu- eða lykkjuskraut með skiplaga skorum og kíl-
skurði. Á skáhallri brún loksins er festi, í þetta sinn ekki úr hring-
um, heldur úr sporbaugum. — Þokkalega unnið.
4. ANNO 1755.
5. Miðkaflinn: B|a|s|meh
Önnur hliðin: þor|la
k|ur|ar
Hin hliðin: n|fins
son|a|s
6. Safnskýrslan: ísland. Gjöf frá V. Falbe-Hansen lögmanni.
1. 1451/1960. Spónastokkur. Lokið úr furu. „-----sjálfur stokk-
urinn------gerður úr einhverri mjúkri viðartegund, sennilega víði
eða ösp.“ (Ef til vill birki?) Kringdur, víkkaður kafli við annan end-
ann. Annars ferstrendur í þverskurð. Afsneiddar brúnir. Hverfilok
með hnappi. L. 44. Br. 7,6. H. 8,6.
2. Eftir ljósmyndunum að dæma virðist stokkur þessi í góðu lagi.
Ómálaður. 79. mynd.
3. Útskurður víðast hvar á ytra borði. Á kringdri útvíkkun á lok-
inu er skipaskurðarstjarna, áttablaðarós, og eins og hringur úr
smáum skipaskurði umhverfis hana. Á miðkafla loksins er höfða-
leturslína (hún byrjar á ristu tákni eða bókstaf). Skástrikabekkur
á hinum afsneiddu brúnum. Á báðum langhliðum er skrautverk, eins
á báðum. Upphleypt verkan á íbjúgu flötunum. Samhverf tilhögun.
Er miðmöndullinn í skipaskurði, sem komið er fyrir ofan við rist
hjarta, og snýr broddur þess upp. Báðum megin rúðustrikaður fer-
hyrningur með blaðkynja atriðum allt í kring. Höfðaleturslína á
hinum beina hluta hliðarinnar. Kílskurðarröð efst og við aðra skamm-
hlið. Á neðra borði stokksins er rist anno og ártal. — Virðist frá-
gangurinn mjög þokkalegur.