Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 159
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
165
lágt upphleypt jurtaskreyti. Breiðir stönglar mynda samhverft skraut-
verk. Vefjast í sívafning í toppinn. Á einum stað er blaðskúfur úr
tveimur oddhvössum blöðum með ristum miðstreng og hnúð, sem
skreyttur er með þríhyrndum skipaskurði. Sams konar blöð eru
stök á tveimur stöðum öðrum. Meðfram ytri brún stöngulsins, og
upphleypt á honum, eru tungumynduð blöð með ristum, samhliða
strengjum. Virðast þau spretta frá ,,kólfum“, sem einnig liggja ofan
á stönglinum (hann er mjög slitinn á þessum kafla), og enda þau
á kringlu með allmörgum blaðflipum. Þar sem stönglarnir byrja, sér
á lauslega ristan hálfhring, sem einnig er með jurtaskreyti. (Ristur
kross innan á lokinu.) — Allgott verk.
4. 1875.
5. Áletrun engin.
6. Svar við fyrirspurn til Dansk Landbrugsmuse.um: 1 safn-
skýrslu Landbrugsmuseets er gripur nr. 5657 sagður vera trédiskur —
„askur“ (undir graut og súpu). Kom hann árið 1904 ásamt safni
gripa, sem Sigurður Sigurðsson búfræðingur í Reykjavík gaf. Um-
fram þetta finnast ekki aðrar upplýsingar en þær, að hann ber ár-
talið 1875.
TRAFAKEFLI
1. O. 165. Trafakefli úr beyki. Tiltölulega flöt og breið fjöl með
uppréttu og áfestu handfangi við annan endann, uppundnu hand-
fangi við hinn. (Vefst það öðru vísi en venja er til, nefnilega upp
og inn að fjölinni.) Sjálf fjölin er lítið eitt kúpt að ofan. L. (sjálfrar
fjalarinnar) um 50. Br. 10. H. (fjalarinnar) 3, (með handfangi) 10.
2. Flísazt hefur úr keflinu, aðallega úr framenda fjalarinnar.
Maðksmogið. Málað í mörgum litum, rauðu, svörtu, gulbrúnu. Máln-
ingin slitin. Brúnbæsað.
3. Rókokkó-svipur á handföngunum. Hið fremra er myndað af
tveimur, fremur litlum undningum, auk hins stóra undnings, en
eftir honum miðjum liggur borði með samhverfu jurtaskreyti. Séð
frá hlið líkjast undningarnir uppvöfðum jurtastönglum með blöðum.
Sama má segja um hitt handfangið, sem er samhverft. Sitt hvorum
megin við það eru á fjölinni sjálfri upphleyptir jurtateinungar,