Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 129
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
135
sívalur miðstafur heldur í skorðum. Botninn hvílir á þremur listum.
L. 19,2. Br. 18,7. H. 21,6.
2. Mestur hluti loksins virðist nýlegur (sjá hér að ofan). Riml-
ana vantar í aðra langhliðina. Dálítið sprunginn og laus í sam-
skeytunum. Brúnbæsaður.
3. Höfðaleturslína á hverri þverrim. Á mæniásinn er ristur
krákustígsbekkur með kílskurðarstungu í hverjum þríhyrningsreit.
Á báðum göflum er lækkaður hringur, grunnur, 3 mm á breidd,
í öðrum eru ristir gotneskir „prentstafir", ártal í hinum. — Frá-
gangur sómasamlegur.
4. 1878.
5. Höfðaleturslínurnar:
bala|frigg sanna|auk idlasting iblessanh
ianfrid|fai istþannig udsogma amingiul
I hringnum á gaflinum: G. Ár
6. Safnskýrslan: Staðarhraun, Islandi. Keypt á kr. 2.50.
7. Á miða í lárnum stendur m. a.: Áletrunin er vísa, sem vantar
nú í, þar eð skipt hefur verið um burstir á lokinu, en áður var hluti
af áletruninni á þeim. Ártalið 1878 á því aðeins við um burstirnar.
Sjálfur lárinn er því að minnsta kosti frá fyrstu áratugum 19.
aldar. Þetta fæst af inntaki áletrunarinnar:
Gid den könne kvinde mátte opná en sand velsignelse og sáledes
(stadig) vinde mer og mere guds og menneskers kærlighet.
Um það bil sömu upplýsingar í safnskýrslunni.
[Rínar] bála friggian fríð
fái--------(tvö atkvæði) [gæfu] sanna
aukist þannig [auðarhl] íð
ástin guðs og ma <nna>
<gef?> i blessan hamingiu|l-----------
1. 0. 338. Lopalár úr furu. Fjórir ferstrendir hornstuðlar með
hnappi. 1 þá eru tappaðar þverrimar að ofan og neðan. Lóðréttir
rimlar milli þverrimanna. Upphækkaður stafur, þrístrendur í þver-
skurð, er öðrum megin á hverjum rimli, og eru stafir þessir skreyttir
með skáskorum. Líta þeir út eins og rimlar milli fjalanna. L. 27,5.
Br. 18,8. H. 20,3.
2. Flísar dottnar úr, að öðru leyti er lárinn í góðu lagi. Brún-
bæsaður að innan og utan.
3. Utskurður á öllum þverrimunum átta. Alls staðar einfaldur