Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 149
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
155
6. Safnskýrslan (0. 335 skiljanlega sama): Keyptar á dönsku ný-
lendusýningunni árið 1905 á 10 kr.
1. U3—1931. (0. 337 a.) TrafaÖskjur úr beyki. Hliðar loksins úr
eik. Kringlóttar. Trénaglar, litlir tittir (settir seinna?). Tágasaumur.
Þvermál 19,2. H. um 10,3.
2. Stór sprunga í lokinu. Öskjurnar slitnar og flísar úr þeim.
Svolítið maðksmognar. Ömálaðar.
3. Útskurður á lokplötunni, botnplötunni (að innan) og á hliðum
neðri og efri öskju. Á lokplötunni er skrautinu raðað niður með hlið-
sjón af sammiðja hringum. Úti við brúnina er röð af kílskurðar-
stungum. Innan við hana er teinungur, dreginn upp með ristum
línum. Er hann gerður eins og „hlaupandi hundur“, með þríhyrndum
blöðum til uppfyllingar, en hvert þeirra hefur þríhyrndan skipa-
skurð. í skipaskurði ytri blaðanna er skilin eftir ,,perla“. í miðreitn-
um eru þrír bandkynjaðir bókstafir lágt upphleyptir, ristur hring-
ferill skilur þá frá teinungunum. Enda þeir á jurtaatriðum, blað-
ílipum og greinum, sem vefjast upp í sívafninga. Aðalhlutar bók-
stafanna hafa innri útlínur og þverbönd. Við efri og neðri brún á
hlið efri öskjunnar er kílskurðarröð, og milli raða þessara er dreginn
upp vafteinungur dálítið upphleyptur, líkist hann „hlaupandi hundi“,
með stórum sívafningum og þríflipa blöðum. Eru blöð þessi lækkuð
örlítið innan við brúnirnar, veldur það hinni upphleyptu verkan.
Milli saumanna er rist anno og ártal. Við neðri brún á hlið neðri
öskjunnar er kílskurðarröð og ofan við hana sami bekkur og á hlið
efri öskjunnar. Á botninum innanverðum er stór skipaskurðarstjarna,
sexblaðarós, og liggur hringur með innri útlínum yfir miðju blað-
anna. Utan við þennan hring og milli blaðanna eru lágt upphleyptar
kringlur með ristum hringferli á, en í þeim miðjum greinileg hola
eftir sirkil. — Allvel unnið.
4. ANO 1752
5. Bókstafirnir á lokplötunni: Þ I d.
6. Engar upplýsingar í safnskýrslunni.
1. 0. 339. (X 276) Trafaöskjur úr furu. Kringlóttar. Trénaglar.
Tágar. Þvermál 25. H. 8,5.
2. í góðu lagi. (Tvo nagla vantar). Brúnbæsaðar (a. m. k. ofan á).
3. Útskurður á lokplötunni. Hringur úr stórum, grunnum kíl-
skurðarstungum liggur meðfram brúninni. Annars upphleypt jurta-