Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 164
170
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
óttar holur. Annars er ásjónan gerð með ristum línum. Skástrik sýna
tennurnar. Sporbaugur kringum bæði augu. Krákustígsbekkur á enn-
inu. Báðum megin á snjáldrinu eru margar, samsíða boglínur með
litlum, þverstæðum skorum. Hinn ávali kafli hjá dýrshöfðinu er
fylltur með breiðum borða úr ferhyrndum og þríhyrndum skipa-
skurðum og ristum línum. Kaflinn við hinn endann, sem samsvarar
honum, ber tvær lágt upphleyptar og opnar bandfléttur, og eru í
annarri ferhyrndir skipaskurðir í hinum ferhyrndu eyðum milli
bandanna. Ofan á hinu uppundna handfangi er ein slík bandflétta
með ferhyrndum skipaskurði í miðju. Hér eru innri útlínur á bönd-
unum öðrum megin og á þeim litlar skorur. Höfðaleturslínur á
lóðréttu og skáhöllu flötunum tveimur á keflinu. Báðum megin á
miðkambinum er leturlína með ristum, latneskum bókstöfum. —
Fremur gróft verk. (Úr Eyjafirði?)
4. Neðan á hið uppundna handfang er rist: 1772.
5. Rist: GVDLAVGHALLSD
OTTVR./A/KIEFLINNMR
Höfðaletur: mignannalldreih
uerfefrahieremeniagerde (Sami stafur stundum
susem|kieflinneigB hafður fyrir
nastaæru|rikustuerdehaX r og e.)
6. Safnskýrslan: Briem timburmeistari á Grund, Eyjafirði, ís-
landi, gaf Nationalmuseet um 1845,--úr 2. deild þess gekk það
til Folkemuseet.
7. Um 1750?
1. 0. 173. Trafakefli úr beyki. Af þeirri gerð, sem hefur háan
miðkamb milli ávalra, kúptra kafla. Utan við þá eru handföng. Er
annað rennt, strikheflað og bungar út í miðju. Yzt á því er áfestur
hringur og hnappur. Laus hringur er á grennri hluta innar. Hitt
handfangið er í líki dýrshöfuðs með opið gin. Ut úr því gengur
höfuð og efri bolur af manni, sem spennir greipar yfir efri skoltinn
á dýrinu. Keflið hallast báðum megin við miðkambinn niður að ytri
brúnunum. L. 56. Br. 7,7. H. um 7 (dýrshöfuðið).
2. Dálítið slitið og maðksmogið. Smástykki hafa brotnað úr. Brún-
bæsað. (Laus hringur hefur víst verið upprunalega um háls dýrinu
og ef til vill annar minni um hinn bumbulagaða kafla skaftsins).
84. mynd.