Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 138
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4. 1841.
5. kristbiörgbergþorsdot
tiraþennannstokk|anno 18 41
6. Safnskýrslan: H. F. Feilberg skólastjóri gaf. Skipstjóri nokk-
ur kom með hann til landsins.
1. 170—1935. Prjónastokkur. Birki í sjálfum stokknum, sem
er eintrjáningur. Stórt hverfilok úr furu, annað lítið úr eik. Fer-
strendur í þverskurð. Að innan eru ummerki eftir skilrúm nálægt
öðrum gaflinum. L. 38,5. Br. 5,5. H. (með hnöppum) 7.
2. Slétta, litla hverfilokið áreiðanlega nýrra. Stóra hverfilokið
sprungið. (Er ef til vill ekki heldur hið upprunalega.) Skilrúm að
innan vantar. Sjálfur stokkurinn dálítið slitinn og maðksmoginn.
Brúnbæsaður.
3. Útskurður á stóra hverfilokinu og á báðum langhliðum. Við
hnappinn á hverfilokinu báðum megin er stór skora í laginu eins
og hálfmáni (hallast niður að íbjúgu hliðinni), ristur bogi og tvær
kílskurðarstungur. Einnig höfðaleturslína með stórum stöfum. Vaf-
teinungur á langhliðunum. Upphleypt verkan. Skorið niður um
5 mm eða svo. Teinungamir eru í rauninni myndaðir úr stönglum,
sem á er undningur, og elta þeir hver annan, auk þess úr samsíða,
ristum línum og þríhyrndum stungum umhverfis. Stönglarnir lið-
lega 1 sm á br., með ristri miðlínu, og hallar þeim niður frá henni
á hvorn veg. Smáskorur á yztu brúnunum. Undningarnir í raun
réttri ekki annað en krókar. — Þokkalega unnið.
4. Hvorki dagsetning né ártal.
5. biörgr-------—
(Safnskýrslan:---------á lokinu er áletrunin (vantar í hana
vegna áðurnefndrar viðgerðar)----------: biörgr------)
6. Safnskýrslan: Island. Gefandi frk. E. von Gerstenberg, L.
Fiolstræde, Roskilde. Var í eigu Erik Eriksens lyfsala á Seyðisfirði
og systur hans Petru E.
7. Safnskýrslan: Sennilega frá 18. öld, líklegast frá fyrra helm-
ingi hennar.
1. 171—1935. Prjónastokkur úr furu. Ferningur í þverskurð.
Festur saman með trénöglum og (seinna?) með járnnöglum. Renni-
lok með útstæðu, hálfhringlaga handfangi. L. (ásamt handfangi)
35,2. Br. 5,3. H. 5,3.